• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Jun

Launahækkanir frá 1. júní 2010

Þann 1. júní hækkuðu laun hjá félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness sem vinna á hinum almenna vinnumarkaði. Um er að ræða hækkanir sem upphaflega áttu að koma til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn en var frestað í tengslum við gerð stöðugleikasáttmálans á síðasta ári. Þessari hækkanir munu gilda út samningstímann sem er í flestum tilfellum til 30. nóvember 2010.

Rétt er að geta þess að fjölmörg fyrirtæki á félagssvæði VLFA komu með allar sínar launahækkanir eins og samningurinn frá 17. febrúar 2008 kvað á um.  Þau fyrirtæki sem frestuðu ekki launahækkunum þurfa eðlimálsins samkvæmt ekki að koma með taxtahækkanir núna enda voru þau búin að hækka laun sinna starfsmanna.


Hækkanir lágmarkstaxta nema almennt kr. 6.500,- en laun allra sem eru við störf á almenna vinnumarkaðnum hækka um a.m.k. 2,5%. Launataxtar hjá ríki og sveitarfélögum hækka einnig þann 1. júní en þær hækkanir koma fyrst og fremst á lægri taxtana. Hæstu launataxtar ríkis og sveitarfélaga taka ekki hækkunum að þessu sinni.


Þann 1. júní hækka einnig lágmarkstekjur sem greiða má fyrir fullt starf en þær verða kr. 165.000,- á mánuði. Það á við um alla launþegar sem orðnir eru 18 ára og hafa starfað a.m.k. fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. 
 

Yfirlit um launahækkanir:
Almennt verkafólk, verslunarfólk, starfsfólk veitinga- og gistihúsa, bifreiðastjórar, aðstoðarmenn í iðnaðarstörfum, iðnverkafólk og aðrir á almennum vinnumarkaði, launataxtar hækka um kr. 6.500,-

Iðnaðarmenn án sveinsprófs, launataxtar hækka um kr. 9.450,-

Skrifstofufólk og iðnaðarmenn, launataxtar hækka um kr. 10.500,-

Laun þeirra sem fá greitt umfram kauptaxta hækka um 2,5%.

Kauptaxtar frá 1. júní
Laun skv. kjarasamningi VLFA og Samtaka atvinnulífsins sem starfa á almennum markaði frá 1. júní 2010.

Laun skv. kjarasamningi VLFA og Samtaka atvinnulífsins sem starfa á veitinga- og gistihúsum frá 1. júní 2010.



Laun skv. kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins frá 1. júní 2010.

Laun skv. kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins frá 1. júní 2010. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image