• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
May

Fundað með starfsmönnum Smellinn

Eins og fram kom í fréttum  í gær þá ákvað Stjórn BM Vallár að leggja fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.  BM Vallá á og rekur einingaframleiðslu Smellinn á Akranesi en hjá Smellinn starfa um 20 starfsmenn.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór og fundaði með starfsmönnum til að upplýsa þá um þau réttindi sem þeir eiga og þá aðstoð sem félagið hefur uppá að bjóða. Félagið hefur haft samband við lögmann félagsins til að tryggja að réttindi starfsmanna verði tryggð í hvívetna.

Nú rétt fyrir hádegi í dag var skipaður skiptastjóri yfir þrotabúinu og er félagið og starfsmenn að bíða eftir að hann tilkynni hvort fyrirhugað sé að halda úti starfsemi í einingaverksmiðjunni áfram.  Það er alveg ljóst að þessi óvissa sem nú ríkir hjá starfsmönnum er eðlilega mjög óþægileg. 

Nú er bara að vona að starfsemin verði endurreist enda um að ræða mjög gott fyrirtæki sem hefur sannað sig rækilega á undarförnum árum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image