• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
May

Undirbúningur á kröfu á hendur þrotabúi BM Vallár byrjaður

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur Arion banki yfirtekið rekstur þrotabús Smellinns og um leið tryggt áframhaldandi rekstur þess. Af 20 starfsmönnum sem störfuðu hjá Smellinn voru 15 endurráðnir og er félagið núna að hefja vinnu við að undirbúa kröfur á þrotabúið því ljóst er að sumir starfsmenn muni eiga útistandandi launakröfur á þrotabúið. Lögmaður félagsins mun aðstoða það við að útbúa þessar kröfur.

Einnig liggur fyrir að sumir starfsmenn hafa lækkað í launum og þar af leiðandi þarf að gera kröfur á þrotabúið varðandi þann mismun sem fólginn er í lækkun launa og þeim uppsagnarfresti sem starfsmenn eiga. Formaður mun vera í sambandi við starfsmenn eftir helgi varðandi gögn sem félagið þarf að fá til að geta reiknað út nákvæmar kröfur til handa starfsmönnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image