• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
May

Hvalafrumvarpinu frestað fram á haustþingið

Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í dag var ákveðið að taka hvalafrumvarpið, sem verið hefur mikið í umræðunni að undanförnu út af málaskrá vorþings, en þessi í stað endurflytja það á Alþingi næst haust. 

Ástæður sem nefndin tilgreinir vegna þessarar ákvörðunar eru tvær. Að umrætt hvalafrumvarp sé ekki forgangsmál ríkisstjórnarinnar og óheppilegt sé að skipta um veiðileyfi á miðri vertíð.

Atli Gíslason alþingismaður og formaður nefndarinnar tilgreindi á fundi nefndarinnar í dag að hann væri andvígur breytingum á fyrirkomulagi veiðileyfa á miðri vertíð eins og stefndi í ef frumvarpið hefði verið samþykkt nú á vorþinginu. 

Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals hf. mun hafa verið tilkynnt um þessa ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Kristján hafði látið að því liggja að ef umrætt frumvarp yrði samþykkt á vorþinginu myndi hann ekki senda skipin til hvalveiða í vor. 

Samkvæmt þessu ætti frumvarpið sem slíkt ekki að verða fyrirstaða þess að hvalvertíð geti hafist innan tíðar, veiðarnar munu skapa um 150 störf þegar þær verða komnar á fulla ferð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image