• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
May

Veiðileyfi og tjaldstæði

Tjaldsvæðið á Þórisstöðum í SvínadalTjaldsvæðið á Þórisstöðum í SvínadalEins og undanfarin ár hefur orlofssjóður Verkalýðsfélags Akraness nú gengið frá samningi við staðarhaldara Þórisstaða í Svínadal um að félagsmenn í VLFA, makar þeirra og börn innan 16 ára geta fengið frítt veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni í Svínadal. Einnig eiga félagsmenn frían aðgang að tjaldsvæðinu á Þórisstöðum gegn framvísun félagagaskírteinis.

Þessi möguleiki hefur verið vel nýttur af félagsmönnum undanfarin ár, enda aðstaða til útivistar og veiði afskaplega góð í Svínadal. Er vonast til að félagsmenn njóti áfram góðs af þessum samningi eins og undanfarin ár.

Af öðrum verkefnum orlofssjóðs er það helst að frétta að framkvæmdum við hús félagsins í Ölfusborgum fer senn að ljúka. Framkvæmdirnar hafa verið gríðarlega umfangsmiklar þar sem milliveggir voru færðir til, hiti lagður í gólf, skipt um innréttingar og tæki í eldhúsi og baði og ný sólstofa reist við húsið, svo eitthvað sé nefnt.

Hús félagsins í Ölfusborgum verður tilbúið til útleigu 21. maí þegar sumarorlofstíminn hefst, og er stjórn orlofssjóðs fullviss um að betur muni nú fara um félagsmenn í nýuppgerðu húsinu. Þess má geta að húsið var upphaflega byggt árið 1962. Þrátt fyrir sæmilegt viðhald kallaði ástand hússins á endurbætur, ekki síst eftir skjálftann sem reið yfir svæðið í maí 2008 og olli talsverðum skemmdum á húsinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image