• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Mar

Vistvæn stóriðja

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út veiðiheimildir á hval og hrefnu fyrir komandi vertíð og samkvæmt reglugerð má veiða 200 langreyðar og 200 hrefnur sem er það sama og var á síðustu vertíð. Í fyrra voru veiddar 126 langreyðar og 81 hrefna.

Þetta eru afar jákvæð tíðindi enda voru hátt í 150 manns sem fengu vinnu við hvalvinnslu á síðustu vertíð og það er óhætt að segja að þetta hafi haft gríðarlega jákvæð áhrif fyrir samfélagið hér á Akranesi og í nærsveitum og nægir að nefna í því samhengi að meðallaun þeirra sem tilheyra VLFA og störfuðu fyrir Hval hf voru 561.000 kr. á mánuði. Á þessu sést að tekjumöguleikar starfsmanna voru nokkuð góðir, sérstaklega í því árferði sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Hins vegar ber að geta þess að mikið vinnuframlag liggur að baki þessum tekjum starfsmanna Hvals. Það má því kannski segja að veiðar á hval hafi verið hálfgerð vistvæn stóriðja.

Eins og áður sagði þá mun þetta hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið hér á Akranesi enda eru vel á fjórða hundrað manns án atvinnu á Akranesi í dag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image