• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Mar

Rúmar 6 milljónir greiddar í námsstyrki árið 2009

Endurskoðendur félagsins hafa að undanförnu verið að vinna í ársreikningi félagsins og liggja nú fyrir fyrstu drög sem sýna afkomu félagsins síðasta starfsár. Það er afar ánægjulegt að rekstur félagsins heldur áfram að ganga vel og er til að mynda rekstrarafgangur af öllum sjóðum félagsins þrátt fyrir erfiðleika á atvinnumarkaðnum.

Greiddar voru út úr sjúkrasjóði félagsins um 24 milljónir króna í formi sjúkradagpeninga og annarra styrkja, til dæmis heilsueflingarstyrks og gleraugnastyrks svo eitthvað sé nefnt af þeim styrkjum sem félagið býður upp á. Greiddar voru út úr þeim starfsmenntasjóðum sem félagið er aðili að rúmar 6 milljónir króna sem er töluverð aukning á milli ára en það er greinilegt að félagsmenn hafa verið mjög duglegir við að sækja hin ýmsu námskeið og endurmenntunarúrræði sem að í boði eru.

Aðalfundur félagsins verður einhvers staðar í kringum 20. apríl og verður haldinn í Gamla kaupfélaginu en fundurinn verður auglýstur fljótlega í staðarblöðum og hér á heimasíðunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image