Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Það er óhætt að segja að starfsmenn Norðuráls séu sárir og reiðir vegna þeirra tíðinda sem bárust af samningafundinum í gær, en eins og fram kom hér á heimasíðunni þá lögðu forsvarsmenn fyrirtækisins fram tilboð sem gerði ráð fyrir launahækkun í krónum talið frá 15.000 upp í rúmar 30.000 krónur. Þetta er fjarri því að jafna þann gríðarlega launamun sem ríkir nú á milli verksmiðjanna Fjarðaráls og Norðuráls.
Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Launanefnd sveitarfélaga var haldinn í Gamla Kaupfélaginu í gær. Á fundum fór formaður félagsins yfir helstu atriði samningsins og svaraði hinum ýmsu spurningum sem vöknuðu hjá fundarmönnum um innihald samningsins. Að lokinni kynningu gafst fundarmönnum kostur á að kjósa um samninginn en hægt verður að kjósa um samninginn á skrifstofu félagsins til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. júlí.