• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jul

Nýr ráðgjafi VIRK á Akranesi

Um síðustu mánaðarmót hóf Elín Reynisdóttir störf sem starfsendurhæfingarráðgjafi allra stéttarfélaganna á Akranesi í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Elín tók við starfinu af Björgu Bjarnadóttur sem hefur sinnt því frá upphafi, en Björg tekur nú við öðrum verkefnum á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness.

Elín útskrifaðist með BA-próf í félagsráðgjöf með starfsréttindum frá Háskóla Íslands vorið 2006 og hefur starfað sem félagsráðgjafi bæði í Snæfellsbæ og í Reykjavík við góðan orðstír síðan þá. 

Elín mun áfram aðstoða þá félagsmenn sem glíma við heilsubrest og styðja þá í því að efla færni sína og vinnugetu og komast aftur til vinnu. Starfshlutfall ráðgjafans hefur nú verið aukið úr 75% í 100% og var sú aukning löngu tímabær enda hefur algjör sprenging orðið í aðsókn þessarar þjónustu hér á Akranesi undanfarna mánuði.

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að finna undir tenglinum Starfsendurhæfing hér á heimasíðu Starfsendurhæfingarsjóðs, www.virk.is.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image