• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jul

90% sögðu já við kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga

Kosningu um nýgerðan kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Launanefnd sveitarfélaga lauk kl. 16:00 í gær og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta þeirra sem kusu.   En af þeim sem höfðu kosingarétt sögðu 90% já og 10% nei.

Nú hefur Verkalýðsfélag Akraness gengið frá nánast öllum sínum kjarasamningum. Félagið á einungis eftir að ganga frá launaliðnum fyrir starfsmenn Norðuráls en það er morgunljóst að þar verður við ramann reip að darga enda hafa forsvarsmenn Norðuráls hafnað öllum hugmyndum félagsins til lausnar á þeirri deilu.  Forsvarsmenn Norðuráls bjóða það sama og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði eða sem nemur 4,2% á fyrsta ári og 11,4% á samningstímanum, þeir eru með öðrum orðum alls ekki til í það að skila þeim mikla ávinningi sem fyrirtækið hefur notið vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stórhækkaðs álverðs.

Krafa félagsins er að starfsmenn Norðuráls fái sömu launahækkanir og starfsbræður þeirra í Fjarðaáli. En eins og sýnt hefur verið fram á hér á heimasíðunni þá er launamunur á milli starfsmanna áður nefndra fyrirtækja frá tæpum 70.000 kr uppí rúm 100.000 kr. á mánuði fyrir sömu vinnu og sama vinnutíma.  Við slíkan launamun verður ekki unað af hálfu Verkalýðsfélags Akraness og starfsmanna Norðuráls.  Næsti fundur í þessari deilu verður ekki fyrr en 22. ágúst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image