Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Það er óhætt að segja að kjarasamningurinn sem Verkalýðfélag Akraness gerði 17. mars 2015 við forsvarsmenn Norðuráls sé svo sannarlega að svínvirka, en samningurinn hefur skilað starfsmönnum góðum ávinningi. Í þessum samningi var í fyrsta skipti gengið frá því að launahækkanir taki mið af hækkun launavísitölunnar en í heildina gaf samningurinn á árinu 2015 starfsmönnum um 16% launahækkun. Á árinu 2015 höfðu laun starfsmanna ekki bara hækkað um 16% heldur fengu starfsmenn einnig 300.000 kr. eingreiðslu samhliða kjarasamningnum í mars í fyrra. Á þessu eina ári hafa starfsmenn á vöktum í kerskála því hækkað með öllu um frá tæpum 72.000 kr. upp í 86.000 kr. á mánuði.
Dagana 2. og 3. júní sl. var haldinn formannafundur Starfsgreinasambands Íslands í Grindavík. Rétt er að geta þess að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landssambandið innan ASÍ og er fjöldi félagsmanna sambandsins yfir 51.000.
Í gær var formaður Verkalýðsfélags Akraness með kynningu á fiskvinnslunámskeiði sem milli 20 og 30 starfsmenn HB Granda hafa setið þessa vikuna. Í kynningunni fór formaður yfir réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði, fór yfir launatöflur, bónusmál og fleira því tengdu. Nemendur báru upp fjölmargar spurningar og var þetta afar lifandi og góð fræðsla.

Félagsskírteini VLFA veitir félagsmönnum þess ýmsa afslætti eins og sjá má