• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómannadagurinn 2016 Frá Sjómannadeginum árið 2012
02
Jun

Sjómannadagurinn 2016

Næstkomandi sunnudag verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Björgunarfélag Akraness sér um fjölbreytta dagskrá við Akraneshöfn og víðs vegar um bæinn ættu allir að geta fundið afþreyingu við sitt hæfi.

Dagskrá:

Kl. 9.00-18.00
Frítt í sund í Jaðarsbakkalaug.

Kl. 10.00
Minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði.

Kl. 10.00-16.00  
Opið í Akranesvita. Málverkasýning Sigfríðar Lárusdóttur prýðir veggi vitans.

Kl. 11.00       
Dýfingakeppni á vegum Sjóbaðsfélags Akraness. Keppendur og áhorfendur safnast saman við Aggapall við Langasand. Dýfingarnar munu fara fram af bátnum Jóni forseta. Keppt verður í tveimur greinum, annars vegar hefðbundinni stungu og hins vegar frjálsri aðferð. Aldursflokkar verða tveir, 49 ára og yngri og 50+. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Kl. 11.00            
Sjómannadagsmessa, sjómaður heiðraður. Blómsveigur lagður að sjómanninum á Akratorgi að lokinni athöfn.

Kl. 11.00
Íslandsmótið í Eldsmíði hefst á Byggðasafninu og stendur fram eftir degi. Eldsmíðahátíð fer fram 2.-5. júní á Byggðasafninu. Allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með.

Kl. 13.00-14.00
Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni.

Kl. 13.30            
Sigling á smábátum

Kl. 13.30-16.30  
Kaffisala í Jónsbúð á vegum Slysavarnafélagsins Líf. Allir hjartanlega velkomnir.

Kl.14.00-16.00  
Björgunarfélag Akraness sér um fjölskylduskemmtun í samstarfi við Akraneskaupstað, Verkalýðsfélag Akraness, HB Granda, Faxaflóahafnir og Runólf Hallfreðsson ehf. við Akraborgarbryggjuna. Á boðstólnum verða m.a.: Fyrirtækjakeppni Gamla Kaupfélagsins, þrautir og leikir fyrir börn, kassaklifur, hoppukastalar, úrval fiska til sýnis, koddaslagur, karahlaup og fleira.  

Kl. 14.00-16.00  
Félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða á svæðinu með kajaka og fleira .

Kl. 15.00             
Þyrla landhelgisgæslunnar kemur til okkar og sýnir björgun úr sjó.

Kl. 19.00             
Sumargleði Kórs Akraneskirkju í Vinarminni. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Sérstakur gestur verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxflóahafna. Boðið verður upp á ljúffenga sjávarréttasúpu. Aðgangseyrir kr. 2.500.

Fleiri upplýsingar um Sjómannadaginn 2016 má finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image