Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Rétt fyrir 1. maí sl. kom fréttablað félagsins út og var það borið út í öll hús hér á Akranesi og einnig í nærsveitir. Félagið gefur árlega út tvö fréttablöð, annars vegar rétt fyrir 1. maí og hins vegar rétt fyrir jól. Fréttablað félagsins hefur fengið mjög góð viðbrögð frá okkar félagsmönnum. Þessi góðu viðbrögð lúta að útgáfu fréttablaðsins sem og öðru því sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að á undanförnum þremur árum. Þessi viðbrögð eru stjórn félagsins hvatning til að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að frá því hún tók við Verkalýðfélagi Akraness 19. nóvember 2003.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að auka verulega við þá styrki sem sjúkrasjóður félagsins býður sínum félagsmönnum. Á fundinum var t.d. samþykkt að taka fimm nýja styrki inn og var það gert vegna góðrar afkomu sjóðsins. Þessi fjölgun á styrkveitingum til félagsmanna er einnig einn liður í því að láta félagsmenn njóta ávinnings af góðri afkomu félagsins.
Í dag gekk félagið frá leiðréttingu á launum fyrir tvo pólska verkamenn og nam leiðréttingin tæpum 100.000 á hvorn fyrir sig eða samtals um 200 þúsund krónur. Tímabilið sem umrædd leiðrétting nær til er um fjórir vinnumánuðir.
