• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
May

Tveir pólskir verkamenn fá vel á annað hundrað þúsund krónur í leiðréttingu á launum sínum

Í dag gekk félagið frá leiðréttingu á launum fyrir tvo pólska verkamenn og nam leiðréttingin tæpum 100.000 á hvorn fyrir sig eða samtals um 200 þúsund krónur. Tímabilið sem umrædd leiðrétting nær til er um fjórir vinnumánuðir. 

Pólsku verkamennirnir leituðu til Verkalýðsfélags Akraness eftir að þeir létu af störfum hjá fyrirtæki sem kemur af höfuðborgarsvæðinu.  Þeir leituðu til félagsins vegna grunsemda um að þeim hafi ekki verið greidd laun í samræmi við íslenska kjarasamninga.

Tímakaupið sem þeir fengu greitt var einungis 648 kr. í dagvinnu og 1.166 kr í yfirvinnu en hér er um að ræða sérhæfða byggingaverkamenn með áratuga langa reynslu í þeim efnum.  Það vantaði því 13,5% uppá laun pólsku verkamannanna til að þau uppfylltu einungis lágmarkstaxta kjarasamninga.

Eins og áður sagði þá náði félagið sátt við fyrirtækið og greiðsla vegna þessa vanefnda hefur nú þegar borist.

Þetta sýnir okkur að stéttarfélögin verða að halda vöku sinni fyrir þeim félagslegu undirboðum sem því miður eru alltof algeng eins og dæmin sanna svo rækilega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image