• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
May

Verkalýðsfélag Akraness rannsakar félagslegt undirboð

Eins og margoft hefur komið fram hér á heimsíðunni þá heldur VLFA úti öflugu eftirliti með okkar félagssvæði.  Er það gert til að tryggja að félagsleg undirboð séu ekki viðhöfð á okkar svæði.  Einnig er þetta eftirlit nauðsynlegt til að tryggja að samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem hér starfa verði ekki raskað vegna félagslegra undirboða sem einstaka atvinnurekendur ástunda því miður, dæmin sanna það svo sannarlega.

Þessa dagana vinnur Verkalýðsfélag Akranes að því að kanna íslenskt fyrirtæki sem hefur töluverðan fjölda Litháa í vinnu samkvæmt upplýsingum sem félagið hefur fengið.  Formaður fór og hitti þrjá Lithána sem eru að starfa hjá þessu áðurnefnda íslenska fyrirtæki en þeir eru að reisa hér stórt og mikið iðnaðarhúsnæði hér á Akranesi.

Litháarnir tjáðu formanni það að þeir væru búnir að vera starfandi hér á landi á annað ár og síðast hafi þeir verið að störfum í Reykjanesbæ.  Það er ekkert til um þessa menn hjá íslenskum yfirvöldum, þeir eru ekki með kennitölur og ekki hefur verið skilað ráðningarsamningum af mönnum né þeir skráðir á nokkrun hátt hjá Vinnumálastofnun eins og lögin kveða skýrt á um.

Það lítur út fyrir að Liháarnir séu að starfa eftir lögum um starfskjör starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja.  Vinnumálastofnun er að kalla eftir hinum ýmsu göngum um málið frá þessu umrædda íslenska fyrirtæki.   Íslenska fyrirtækið greiðir einhverju Litháísku fyrirtæki eina greiðslu mánaðarlega. Litháíska fyrirtækið sér síðan um að greiða mönnunum laun.  Við höfum enga vitneskju hvort farið sé eftir lögum hvað varðar laun til Litháanna. 

Aðalmálið er að af öllum þeim Litháum sem hér starfa eru grunsemdir um að ekki séu greidd nein opinber gjöld og það skekkir klárleg samkeppnisstöðu annarra íslenskra fyrirtækja. Einnig er rétt að hafa í huga hvernig við Íslendingar eigum að halda út öflugu velferðarsamfélagi ef fyrirtæki ætla að koma sér hjá því að greiða opinber gjöld af sínum erlendu starfsmönnum eins og greinilega er gert í þessu máli.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image