• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
May

Réttindi úr sjúkrasjóði félagsins stóraukin

Á síðasta aðalfundi var samþykkt að auka verulega við þá styrki sem sjúkrasjóður félagsins býður sínum félagsmönnum.  Á fundinum var t.d. samþykkt að taka fimm nýja styrki inn og var það gert vegna góðrar afkomu sjóðsins.  Þessi fjölgun á styrkveitingum til félagsmanna er einnig einn liður í því að láta félagsmenn njóta ávinnings af góðri afkomu félagsins.

Þeir styrkir sem nú standa fullgildum félagsmönnum til boða eru eftirfarandi:

  • 80% af launum eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur
  • Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar
  • Styrkur vegna sjúkranudds/ sjúkraþjálfunar
  • Styrkur vegna krabbameinsskoðunar
  • Styrkur vegna skoðunar hjá Hjartavernd
  • Styrkur vegna heyrnatækjakaupa
  • Styrkur vegna gleraugnakaupa
  • Styrkur vegna heilsueflingar
  • Útfararstyrkur
  • Fæðingarstyrkur

Þessi listi er ekki tæmandi yfir þá styrki sem eru í boði hjá félaginu 

Stjórn félagsins skorar á félagsmenn að kynna sér vel hvaða réttindi þeir eiga hjá félaginu og eru einnig hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar sé þess þörf.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image