Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Bæjarráð Akraneskaupstaðar ákvað á fundi sínum 30. mars sl. að nýta sér ekki lengur heimild til að draga persónuálag starfsmanna bæjarins frá þeim eingreiðslum sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti að greiddar yrðu frá 28. janúar 2006. Umræddar persónuálögur hafa allir þeir starfsmenn sem voru í starfi hjá Akraneskaupstað fyrir undirritun síðasta kjarasamnings.
Í gær fóru formaður félagsins og öryggisfulltrúi Norðuráls yfir atburðarásina í því hræðilega slysi sem átti sér stað á laugardaginn var þegar starfsmaður Norðuráls varð fyrir stórum lyftara og missti við það annan fótinn.
Í gær var haldinn ráðstefna sem bar yfirskriftina Ný tækifæri til atvinnuþátttöku. Þeir sem stóðu fyrir ráðstefnunni voru Öryrkjabandalagið og Vinnumálastofnun í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.