• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað um bónuskerfi Íslenska járnblendifélagsins Ofngæslumaður að störfum í Íslenska járnblendifélaginu
20
Mar

Fundað um bónuskerfi Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins ásamt aðaltrúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins funduðu með Ingamundi Birni forstjóra IJ og  Önnu Dóru Guðmundsdóttur en hún er ný tekin við starfi sem nefnist  mannauðsstjórnandi hjá ÍJ.

Tilefni fundarins var að fara yfir ýmsa þætti í bónuskerfi fyrirtækisins sem ekki hafa verið að virka sem skildi.  Því miður hefur bónuskerfið  ekki verið að skilja þeim árangri sem samningsaðilar voru sammála um að það ætti að geta gefið starfsmönnum. 

Í samningaviðræðunum þegar kjarasamningur var gerður árið 2005 kom fram að aðilar áætluðu að bónusinn myndi að jafnaði vera í kringum 5,6% á samningstímanum.  Á árinu 2006 var bónusinn hins vegar einungis 3.38% eða sem nemur 2.2% minna heldur en aðilar vonuðust til að hann myndi gefa.

Formaður hefur fundað með trúnaðartengiliðum vegna þessa máls.  Fólu trúnaðartengiliðir ÍJ formanni að leggja til breytingar á bónuskerfinu og á fundinum í morgun afhenti formaður félagsins fram tillögur þar að lútandi. 

Forstjóri Íj tók nokkuð jákvætt í þessar tillögur.  Ákveðið var að funda aftur í byrjun apríl og mun forstjóri IJ væntanlega svara á þeim fundi hvort fyrirtækið sé tilbúið að ganga að þessum tillögum eða ekki.

Fram kom í máli Ingimunds að gríðarlegur tími og orka hefur farið í að undirbúa verkefni er lítur að hinni nýju sérframleiðslu sem hefst væntanlega næsta vor . 

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá mun Íslenska járnblendifélagið hefja framleiðslu á svokölluðu sérefni sem nefnist FSM og við það mun rekstur verksmiðjunnar styrkjast til mikilla muna að sögn þeirra sem til þekkja.  Við þessa stækkun munu skapast í kringum 35 til 40 ný störf.

Formaður félagsins telur afar ánægjulegt að forsvarsmönnum Íj hafi tekist að ná þessari sérframleiðslu hingað til lands,  einfaldlega vegna þess að rekstur IJ hefur verið nokkuð sveiflukenndur á liðnum árum og áratugum.  En eins og áður sagði þá eru umtalsverðar líkur á því rekstur verksmiðjunar sé nokkuð vel tryggður í það minnsta næsta áratuginn með tilkomu á áðurnefndri sérframleiðslu FSM.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image