• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Landburður hjá Ísaki Ak 67 Aflaskipið Ísak Ak 67
19
Mar

Landburður hjá Ísaki Ak 67

Það er óhægt að segja að það sé líf og fjör á bryggjunni þessa dagana.  Það er ekki aðeins að mikið berist af loðnu heldur er alger landburður hjá smábátnum Ísaki Ak 67.

Rétt í þessu lagðist Ísak að bryggju með rúm 7 tonn og var einungis búinn að draga þrjár trossur og átti aðrar þrjár úti.  Um leið og búið var að landa héldu þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson út til að vitja þeirra neta sem eftir voru. 

Ekki óvarlegt að áætla að heildaraflinn verði nálægt 15 tonnum þegar þeir félagar hafa vitjað þeirra neta sem þeir áttu eftir að draga. Ísak AK er 11,6 tonn að stærð.  Það hefur gengið ótrúlega vel hjá þeim félögum á þessari vertíð enda er hér um algera harðjaxla um að ræða.  Það verður hins vegar ekki tekið af Eiði Ólafssyni að hann er  einstaklega fengsæll skipstjóri. 

Rétt er að geta þess að þeir félagar á Ísaki Ak eru báðir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image