• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stéttarfélag á hraðri uppleið Endurskoðandinn á fundi með stjórn félagsins í fyrra.
21
Mar

Stéttarfélag á hraðri uppleið

Stjórn félagsins fundaði á mánudaginn var og á fundinum var farið yfir hinn ýmsu mál sem nú eru í gangi hjá félaginu.  

Stjórn félagsins ákvað á fundinum í gær að aðalfundur félagsins skuli vera haldinn á svipuðum tíma og í fyrra eða nánar tiltekið seinni partinn í apríl.

Nú eru að verða liðinn fjögur ár frá því núverandi stjórn tók við Verkalýðsfélagi Akraness.  Það verður að segjast alveg eins og er að VLFA hefur tekið algjörum stakkaskiptum á þessum fjórum árum bæði hvað varðar félagslega þáttinn og alls ekki síður fjárhagslega, en félagsjóður var til að mynda rekinn á yfirdrætti þegar ný stjórn tók við 2003.

Stjórn félagsins hefur á þessum fjórum árum tekist að snúa þessari skelfilegu fjárhagsstöðu algjörlega við og er fjárhagsstaða félagsins mjög góð um þessar mundir.

Fjölgað hefur um rúma 500 félagsmenn á þessum árum og þjónustan við félagsmenn hefur verið stóraukin.  Vissulega er stjórnin þó meðvituð um að alltaf má gera betur hvað varðar þjónustu við félagsmenn.  En markmiðið er skýrt hjá stjórn félagsins, það er að vera það stéttarfélag sem býður sínum félagsmönnum uppá hvað bestu þjónustuna.

Til að nálgast þetta markmið hefur stjórn sjúkrassjóðs ákveðið að bæta við í það minnsta þremur nýjum styrktarflokkum úr sjúkrasjóði félagsins.  Þetta verður kynnt nánar á aðalfundi félagsins í apríl.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image