• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Skelfilegt slys í Norðuráli í dag Frá vinnustaðaheimsókn formanns í Norðurál
24
Mar

Skelfilegt slys í Norðuráli í dag

Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Norðuráls á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð fyrir utan einn af kerskálum álversins þegar stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi.

Stjórn VLFA leggur mikla áherslu á að öryggismál starfsmanna séu í góðu lagi og á þeirri forsendu fór formaður félagsins á slysstað í dag til að kynna sér hvað hafi valdið þessu hörmulega slysi. Lögreglan og vinnueftirlitið voru að störfum þegar formann bar að garði og er afar erfitt að segja á þessari stundu hvað hafi valdið þessu slysi.

Formaður hitti öryggistrúnaðarmann Norðuráls í dag en fram kom hjá honum að aðkoman að slysinu hafi verið afar ljót og aðstæður á slysstað hafi verið afar erfiðar.  Slysið varð utandyra og þegar það gerist var veður afar slæmt, hávaðarok og mikil úrkoma.  Það var alveg ljóst að starfsmönnum var verulega mikið brugðið við þetta hræðilega slys í dag.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem formaður hefur fengið þá eru umtalsverðar líkur á að starfsmaðurinn missi annan fótinn í þessu hræðilega slysi. 

Stjórn félagsins sendir þeim starfsmanni sem lendi í umræddu slysi ósk um eins skjótan bata og hægt er og ekki síður þeim er varð fyrir því óláni að aka á starfsmanninn.  Einnig er mikilvægt að hlúa að þeim starfsmönnum sem komu fyrstir á slysstaðinn og veita þeim áfallahjálp.  Sem dæmi má nefna er áfallateymi starfrækt hjá Íslenska járnblendifélaginu og er það ræst út þegar alvarleg slys verða hjá Íslenska járnblendinu.   Formanni er ekki kunnugt um hvort slíkt teymi sé starfrækt hjá Norðuráli. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image