• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Uppgrip hjá skipverjum á Víkingi Ak Unnið við hrognatöku hjá HB Granda á Akranesi
19
Mar

Uppgrip hjá skipverjum á Víkingi Ak

Víkingur Ak var snöggur að fylla sig af loðnu en það tók einungis rétt rúman sólahring að fá um 1.300 tonn.  Formaður fór á bryggjuna í morgun og fékk þær upplýsingar að loðnan hafi veiðst við Malarrifið á Snæfellsnesi.

Faxi Re lá einnig við bryggju með fullfermi þannig að það er nóg að gera við hrognatöku sem og í síldarbræðslunni. 

Það er óhætt að segja að það hafi verið uppgrip hjá skipverjunum á Víkingi Ak.  Formaður félagsins heyrði að hásetahluturinn sé að nálgast þrjár milljónir króna og það á rétt tæpum tveimur mánuðum. Skýrist þessi góði aflahlutur fyrst og fremst af því að afurðaverð er mjög gott þessa stundina, einnig hefur áhöfninni á Víkingi gengið mjög vel við loðnuveiðarnar sjálfar. Víkingur Ak á hugsanlega einn til tvo fullfermistúra eftir sé tekið tillit til þess að ekki verði bætt enn frekar við loðnukvótann.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image