• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
May

Undirbúningur fyrir komandi kjarasamninga að hefjast að fullu

Fundur framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands verður haldinn á Siglufirði þriðjudaginn 22. og miðvikudaginn 23. maí.  Megin dagskrá fundarins lýtur að undirbúningi fyrir komandi kjarasamninga og einnig fyrirhuguðum breytingum á veikinda- og slysarétti.

Afstaða Verkalýðsfélags Akraness til komandi kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði er hvell skýr.  Það verður að vera meginmarkmið komandi kjarasamninga að verja það markaðslaunakerfi sem byggt hefur verið hér upp á undanförnum árum og áratugum.  Lágmarkstaxtar verða að hækka til samræmis við þau markaðslaun sem almennt er verið að greiða.  Markaðslaun fyrir fulla dagvinnu eru samkvæmt könnun sem SGS lét gera um 176 þúsund á mánuði. Hins vegar eru lágmarkslaunin einungis 125 þúsund.  Bilinu á milli markaðslauna og lágmarkslauna verður að eyða algerlega í komandi samningum. 

Það er alvitað að nú eru um 20 þúsund erlendir verkamenn á íslenskum vinnumarkaði og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er stór hluti þeirra að vinna eftir berstrípuðum lágmarkstaxta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image