• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
May

Niðurstöður úr verðmælingum á Vesturlandi

Eins og áður hefur komið fram hefur Verkalýðsfélag Akraness á undanförnum mánuðum framkvæmt verðmælingar í verslunum á Akranesi fyrir Verðlagseftirlit ASÍ. Tilgangur þessa verðlagseftirlits er að fylgjast með því hvort sú lækkun sem varð á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. hafi skilað sér í lækkuðu verði til neytenda.

Með þessu verðlagseftirliti er ekki verið að bera saman verð milli einstakra verslana heldur er verið að fylgjast með verðþróun innan hverrar verslunar eða verslunarkeðju fyrir sig. Verðmælingar hafa nú þegar verið gerðar í 5 skipti,  í desember, janúar, febrúar, eftir 1. mars og svo núna maí.

Nú hafa verið birtar fyrstu niðurstöður úr þessu verðlagseftirliti í verslunum á Vesturlandi.

Verðbreytingar í verslunum á Akranesi á milli mælinga í desember og febrúar voru á bilinu 0,6% lækkun til 3,6% hækkun eins og sést hér:

  • Verslun Einars Ólafssonar    1,7%
  • Skagaver                          -0,6%
  • Samkaup-Strax                   3,6%
  • Krónan                               2,2%
  • Kaskó                                 1,0%

Verð lækkaði um 4,3% til 11% á milli mælinga í febrúar og mars í verslunum á Akranesi eins og sést hér:

  • Verslun Einars Ólafssonar    -7,5%
  • Skagaver                           -4,3%
  • Samkaup-Strax                   -7,0%
  • Krónan                               -11,0%
  • Kaskó                                 -7,4%

Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild sinni hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image