Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Formaður félagsins ásamt Magnúsi Norðdahl, lögmanni ASÍ, funduðu í morgun með lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jóni Pálma Pálmasyni bæjarritara Akraneskaupstaðar.
Fundað var í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur sú vinna fram að þessu aðallega farið í textabreytingar í kjarasamningnum og miðar þeirri vinnu ágætlega áfram. Samt sem áður eru nokkrar greinar sem ágreiningur er um og vonandi leysist hann von bráðar. Ekkert er farið að ræða um launalið samningsins sem skiptir jú starfsmenn hvað mestu máli.

