• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Nov

Forstjóri HB Granda í heimsókn á skrifstofu félagsins

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB GrandaEggert B. Guðmundsson, forstjóri HB GrandaÁ mánudaginn var kom Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda á skrifstofu félagsins og fundaði með formanni félagsins. Eggert fór vítt og breitt yfir starfsemi fyrirtækisins og kom fram í máli hans að fyrirtækinu gengur nokkuðvel þessi misserin hjálpar það til að gengisfall krónunnar hefur verið sjávarútvegsfyrirtækjum í hag.

Vinna í frystihúsi HB Granda hér á Akranesi hefur á þessu ári aukist umtalsvert og ber að fagna því innilega. Sem dæmi þá var engin sumarlokun í sumar, sem nýttist skólakrökkum mjög vel. Hefur vinnutíminn einnig lengst umtalsvert, sem gefur starfsfólki möguleika á auknum tekjum á þessum erfiðu tímum.

Einnig kom fram hjá Eggerti að HB Grandi hafi fengið úthlutað 5.000 tonnum af síldarkvóta og reiknaði forstjórinn með að þeim afla yrði landað hér á Akranesi til bræðslu.

Þetta var ánægjulegur fundur, en eins og flestir muna þá gustaði vel á milli félagsins og fyrirtækisins fyrr á árinu vegna arðgreiðslna fyrirtækisins. Það mál leystist farsællega og var HB Grandi t.a.m. fyrsta fyrirtækið sem tók ákvörðun um að standa við allar þær launahækkanir sem taka áttu gildi 1. mars sl. Sú ákvörðun hefur skilað fiskvinnslufólki HB Granda yfir 100.000 krónum í auknum tekjum, en því miður varð stór hluti verkafólks af þessari hækkun sökum linkindar samninganefndar ASÍ.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image