• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kjaraviðræður við forsvarsmenn Norðuráls komnar á fulla ferð Starfsmenn Norðuráls bera miklar væntingar til komandi kjarasamnings
13
Nov

Kjaraviðræður við forsvarsmenn Norðuráls komnar á fulla ferð

Í morgun fundaði formaður með tveimur vöktum í Norðuráli vegna komandi kjarasamninga. Tilgangur fundanna er að kalla eftir hvaða áherslur starfsmenn vilja leggja hvað mest á í komandi viðræðum og er óhætt að segja að fjölmargar tillögur voru bornar upp og verða hafðar til hliðsjónar í þeim viðræðum sem nú standa yfir.

Þegar fundum með starfsmönnum Norðuráls var lokið hófst samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá er fyrst og fremst verið að vinna að breytingum á texta í kjarasamningum og miðar þeirri vinnu frekar hægt áfram. Á fundinum í dag var tekin ákvörðun um að funda nokkuð stíft í næstu viku til að reyna að ljúka þeirri vinnu sem fyrst.

Þegar þeirri vinnu lýkur verður hafist handa við það sem skiptir starfsmenn hvað mestu máli en það eru launaliðirnir. Það er allt í lagi að ítreka það enn og aftur að skoðun formanns Verkalýðsfélags Akraness að það sé grundvallaratriði í þessum samningum að jafna kjör starfsmanna Norðuráls við starfsmenn annarra verksmiðja í sambærilegum iðnaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image