• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Nov

Verkalýðsfélag Akraness býður upp á fjármálanámskeið

Ingólfur H. IngólfssonIngólfur H. IngólfssonVerkalýðsfélag Akraness og Sparnaður ehf. bjóða nærsveitungum upp á námskeið með Ingólfi H. Ingólfssyni. Þar mun hann kynna ákveðna hugmyndafræði í fjármálum sem hann hefur verið að boða á undanförnum árum.

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 17. nóvember 2009 frá kl. 20:00 til 21:00 í sal Gamla Kaupfélagsins að Kirkjubraut 11.

Á námskeiðinu er sýnt hvernig hægt er að nota þá peninga sem maður á til að greiða hratt niður skuldir, að byggja upp öruggan sparnað og að hafa gaman af því að nota peningana.

Eftir námskeiðið verður svo hægt að panta einkatíma hjá ráðgjöfum Sparnaðar. Í einkaráðgjöfinni er markmiðið að fólk fái yfirsýn yfir fjármálin, bæði skuldir og eignir. Fólki er síðan aðstoðað við að ná markmiðum sínum hvort sem það tengist skuldunum eða sparnaðinum. Bent er á leiðir til að forgangsraða skuldum og minnka þær eins hratt og mögulegt er án þess að auka greiðslubyrðina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image