• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Nov

Ríkissáttasemjari í heimsókn á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness

Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, komu í heimsókn á skrifstofu félagsins í gær. Það var afar ánægjulegt að fá þau í heimsókn og fór formaður félagsins yfir starfsemi Verkalýðsfélags Akraness, sögu þess og þau verkefni sem félagið er að kljást við þessa dagana.

Þessi nýbreytni ríkissáttasemjara að heimsækja stéttarfélögin er til mikillar fyrirmyndar og gerir ekkert annað en að efla tengslin við starfsmenn sáttasemjara enda geta forystumenn í stéttarfélögum oft á tíðum eytt löngum tíma í húsakynnum ríkissáttasemjara við úrlausn kjarasamninga.

Ríkissáttasemjari fór yfir þau verkefni sem hann er að vinna að og sýndi formanni m.a nýja heimasíðu ríkissáttasemjara sem tekin var í notkun fyrir stuttu, ljóst er að nýja heimasíðan er afar gagnleg og fróðleg.

Formaður skorar á fólk að skoða síðu ríkissáttasemjara en þar eru ýmsar upplýsingar, til að mynda hvert hlutverk ríkissáttasemjara er. Hægt er að sjá síðuna með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image