• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað hjá ríkissáttasemjara Frá starfsmannafundi sem formaður VLFA hélt með starfsmönnum í febrúar.
06
Nov

Fundað hjá ríkissáttasemjara

Annar samningafundurinn vegna kjarasamnings Norðuráls var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun og var aðallega verið að vinna í lagfæringum á hinum ýmsu orðalagsbreytingum í kjarasamningnum. Ekkert er farið að ræða um launaliðinn og verður það ekki gert fyrr en vinnunni í kringum orðalagsbreytingar í kjarasamningnum hefur verið lokið.

Formaður mun í næstu viku fara og hitta allar vaktirnar í Norðuráli til að kalla eftir hvað starfsmenn vilja leggja hvað mesta áherslu á í þeim viðræðum sem nú eru hafnar enda skiptir það gríðarlega miklu máli að starfsmenn allir hafi tækifæri til að koma með tillögur í þeirri vinnu sem nú er framundan við kjarasamning Norðuráls. Einnig skorar formaður á félagsmenn Verkalýðsfélag Akraness sem starfa hjá Norðuráli að vera óhræddir við að hafa samband við hann og koma með tillögur og hugmyndir vegna nýs kjarasamnings.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá telur formaður félagsins grundvallaratriði að jafna kjör starfsmanna Norðuráls við verksmiðjur í sambærilegum iðnaði í þessum samningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image