• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

11
Jan

Ekki var gengið frá nýjum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið í dag

Ekki var gengið frá nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Íj í dag eins og væntingar Verkalýðsfélags Akraness voru um.  Formaður félagsins mun funda með lögmanni félagsins í fyrramálið.  Tilefni fundarins er að fara yfir þá  undarlegu stöðu sem upp er komin í þessum kjaraviðræðum.  Ríkissáttasemjari hefur ekki ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn.

10
Jan

Fundað hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Fundað verður í kjaradeilu milli stéttarfélaganna og Íslenska járnblendifélagsins á morgun kl. 14.00.  Fundað verður í húsakynnum hjá ríkissáttasemjara.  Það er morgunljóst að annað hvort ná deiluaðilar saman á morgun, eða það slitnar endanlega uppúr þessum samningaviðræðum.  Það eru ennþá nokkur atriði sem samningsaðilum hefur ekki tekist að leysa.  Það er einlæg von Verkalýðsfélags Akraness að deiluaðilum beri gæfu til að klára nýjan kjarasamning á morgun, sem getur orðið starfsmönnum Íj til heilla. 

10
Jan

Fiskvinnslunámskeið hófst í morgun

Fiskvinnslunámskeið hófst í morgun hjá Verkalýðsfélagi Akraness,  um er að ræða 40 stunda námskeið.  Það eru starfsmenn HB-Granda og starfsmenn Laugafisks sem sitja þetta námskeið, einnig sitja námskeiðið nokkrir einstaklingar frá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands.  Þeir sem ljúka 40 stunda fiskvinnslunámskeiði fá tveggja flokka launahækkun og eru titlaðir sem sérhæfðir fiskvinnslumenn.  Í morgun var farið yfir atvinnulífið, stéttarfélögin og launakerfið, það var formaður félagsins sem var leiðbeinandi á þessum fyrsta degi námskeiðsins.

08
Jan

Guðmundur M Jónsson fyrrverandi formaður VLFA og starfsmaður til margra ára lést í síðustu viku

Guðmundur M Jónsson fyrrverandi formaður félagsins og starfsmaður til margra ára lést í síðustu viku.  Guðmundur M Jónsson verður lagður til hinstu hvílu þriðjudaginn 11. janúar kl 14:00, fer athöfnin fram í Akraneskirkju.  Vill stjórn Verkalýðsfélags Akraness þakka Guðmundi M Jónsyni kærlega fyrir hans ómetanlega  framlag í þágu verkafólks hér á landi.  Stjórn félagsins vill votta eiginkonu,  börnum og öðrum aðstandendum Guðmundar M Jónssonar dýpstu samúð.

07
Jan

Fiskvinnslunámskeið hefst á mánudaginn hjá Verkalýðsfélagi Akraness

Á mánudaginn mun hefjast fiskvinnslunámskeið sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir í samvinnu við starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar.  Það verða starfsmenn HB-Granda, Laugafisks og nokkrir einstaklingar frá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands sem munu sitja námskeiðið samtals um 30 manns.

Formaður félagsins mun verða einn af leiðbeinendum á námskeiðinu.  Efnið sem formaðurinn mun sjá um að kenna heitir starfsfólkið, atvinnulífið og launakerfin.  Námskeiðið er haldið í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13.

06
Jan

Kjarasamningur sjómanna samþykktur

Sjómenn samþykktu kjarasamning sem var undirritaður þann 30. október síðastliðinn, með  57,6% gildra atkvæða. Atkvæði voru talin í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 43,2%.

Samningurinn var gerður milli Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands annars vegar og Landssambands ísl. útvegsmanna hins vegar.

 Atkvæði voru talin sameiginlega hjá Sjómannasambandi Íslands, Alþýðusambandi Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.

 

Á kjörskrá voru 3.505.

Atkvæðu greiddu 1.513 eða 43,2%

 

Já sögðu 861 eða 56,9%

Nei sögðu 635 eða 42,0%

Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 1,1%

 

Af gildum atkvæðum sögðu því 57,6% já og 42,4% nei.  Samningurinn var því samþykktur með 57,6% gildra atkvæða.

06
Jan

Samninganefnd NA fundaði í dag

Samninganefnd stéttarfélaganna hittist á fundi í dag, til umræðu var tillaga sem  forsvarsmenn NA hafa lagt fram til að koma til móts við kröfu stéttarfélaganna um breytingu á gildissviði samningsins.   Samninganefndin er að skoða hvort þessi tillaga forsvarsmanna NA gangi nógu langt.  Líklegt er að samningsaðilar nái niðurstöðu fljótlega hvað þetta atriði varðar. 

06
Jan

Fjárhæðir sjúkrabóta hækka um 3%

Fjárhæðir sjúkrabóta sem greiddar eru úr sjúkrasjóði félagsins hafa verið hækkaðar um 3% frá og með 1. janúar 2005, samkvæmt almennum launahækkunum, og eru nú sem hér segir:

Sjúkradagpeningar                    kr.           2.709

Barnadagpeningar                     kr.              325

Fæðingarstyrkur                       kr.         32.500

Fæðingarstyrkur 50%               kr.         16.250

Dánarbætur                              kr.       190.530

Sjúkraþjálfun                            kr.         19.000

Endurgreiðsla á kostnaði vegna krabbameinsleitar er þó óbreytt eða kr. 1.500, sem greidd er á tveggja ára fresti, gegn framvísun reiknings.

05
Jan

Samninganefnd Norðuráls fundar á morgun

Fundað verður á morgun um gildissviðið í kjarasamningi  Norðuráls.  Til fundarins mun lögmaður stéttarfélaganna koma og ráðleggja samninganefndinni hvað sé heppilegasta leiðin fyrir stéttarfélögin að fara hvað varðar gildissviðið.  Fyrir liggur tillaga frá forsvarsmönnum Norðuráls um gildissviðið, samninganefndin mun væntanlega taka endanlega afstöðu til þeirrar tillögu á fundinum á morgun. 

04
Jan

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag

Deiluaðilar funduðu undir dyggri stjórn ríkissáttasemjara í tæpa tvo tíma í dag án þess að nálgast hvorn annan nægilega mikið til að hægt hefði verið að halda áfram viðræðum í dag.  Ákvað sáttasemjari að boða til fundar þriðjudaginn 11. janúar.  Það er gildissvið samningsins sem ágreiningur er um,  ekki hefur náðst endanleg sátt þar um.  Á fundum milli jóla og nýárs sem formaður félagsins hélt með starfsmönnum kom skýrt fram hjá verkamönnum Íj að þeir vildu fá yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj  um að ekki yrði um frekari úthýsingu á starfsemi fyrirtækisins á samningstímabilinu að ræða.   Á fundinum í dag urðu forsvarsmenn Íj við þessari kröfu verkamanna Íj.  

Telur Verkalýðsfélag Akraness það vissan áfangasigur að fá þessa yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj og hafa þeir því komið til móts við kröfu verkamanna hvað þetta atriði varðar.   Eftir stendur að það eru ennþá nokkur atriði sem ekki hefur náðst samkomulag um.  Ljóst er orðið að þriðjudaginn 11. janúar verður að öllum líkindum úrslitastund, hvort gengið verði frá nýjum kjarasamningi eða hvort það  slitni endanlega uppúr viðræðunum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image