• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

21
Feb

Mikil samstaða á meðal starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins vegna kjaradeilu við eigendur fyrirtækisins (Elkem)

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Lögðu tengiliðarnir fram þær kröfur sem þeir hafa tekið saman í fullu samráði við starfsmenn Íj.  Voru trúnaðartengiliðirnir einhuga um þær kröfur sem teknar hafa verið saman, og verða lagðar  fram á næsta samningafundi sem ríkissáttasemjari heldur.  Ekki verður farið efnislega yfir þær kröfur sem starfsmenn vilja ná fram  á þessu stigi málsins .   Væntanlega verður næsti samningafundur hjá sáttasemjara á næsta föstudag.  Fram kom hjá trúnaðartengiliðunum að mikil samstaða sé hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins í þessari kjaradeilu við eigendur Íslenska járnblendifélagsins. 

 Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að það sé þó nokkuð líklegt að það geti komið til vinnustöðvunar í þessari kjaradeilu.   Það er alveg morgun ljóst að eigendur fyrirtækisins verða að koma til móts við þær kröfur sem trúnaðartengiliðir starfsmanna hafa tekið saman í samvinnu við starfsmenn ÍJ.  Ef ekki er útlitið orðið verulega dökkt, og er þar vægt til orða tekið.

21
Feb

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í morgun

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í morgun.   Það er afar mikilvægt að mati félagsins að vera í góðu sambandi við félagsmenn sína og var þessi heimsókn einn liður í því.  Ræddu starfsmenn og formaður félagsins um þá stöðu sem upp væri komin eftir að nýgerður kjarasamningur var felldur.  Formaður félagsins skýrði starfsmönnum frá því að Verkalýðsfélag Akraness muni funda með trúnaðartengiliðinum kl. 13:30 þar sem farið verður yfir þær kröfur sem trúnaðartengiliðir hafa tekið saman hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins.  

20
Feb

Formaður félagsins fundar með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins á morgun

Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað trúnaðartengiliðina til fundar á skrifstofu félagsins á morgun kl. 13:30.  Tilefni fundarins er að fara yfir stöðuna eftir að kjarasamningurinn við Íslenska járnblendifélagið var felldur.    Einnig til að taka niður þau atriði sem starfsmenn voru óánægðir með.  Trúnaðartengiliðirnir hafa tekið saman þær kröfur sem starfsmenn vilja ná fram.   Reiknað er með að fundað verði hjá ríkissáttasemjara  seinni partinn í vikunni.   

18
Feb

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar samþykktu nýgerðan kjarasamning

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar samþykktu nýgerðan kjarasamning með miklum mun.  Heildarkostnaðaráhrif samningsins á samningstímabilinu er um 19%   Atkvæði féllu þannig 41 voru á kjörskrá 39 kusu eða 95%

Já sögðu   28 eða 71.8%

Nei sögðu 10 eða  25.6%

1 var auður eða    2.6% 

17
Feb

Kynningarfundur með starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar um nýgerðan kjarasamning

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var á kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Sementsverksmiðjunnar.  Það voru skiptar skoðanir um  kjarasamninginn.  Aðaltrúnaðarmaður verksmiðjunnar kynnti fyrir starfsmönnum samninginn og svarði spurningum starfsmanna.  Formaður félagsins gerði starfsmönnum grein fyrir stöðunni í öðrum stóriðjusamningum, og þá stöðu sem upp er kominn í þeim viðræðum eftir að samningarnir voru felldir hjá Alcan og ÍJ.  Hægt er að kjósa um samninginn til hádegis á morgun.  Talningu verður lokið kl. 16:00 á morgun.

17
Feb

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með starfsmönnum Klafa í gær

Formaður félagsins fundaði með starfsmönnum Klafa í gær.  Fundurinn var haldinn í sal starfsmanna Íslenska Járnblendifélagsins.  Formaður félagsins fór yfir og kynnti ýtarlega  samninginn sem var gerður við ÍJ á dögunum.  Fram kom í máli starfsmanna að miklar væntingar eru gerðar til komandi kjarasamnings.  Trúnaðarmaður Klafa ásamt starfsmönnum  munu hefjast við að undirbúa kröfur sínar á næstu dögum,  Verkalýðsflag Akraness mun að sjálfsögðu aðstoða starfsmennina við kröfugerðina.  Verkalýðsfélag Akraness er með nokkur mál til skoðunar fyrir starfsmenn Klafa, sem lítur að                starfsaldurshækkunum fyrir starfsmenn sem áður störfuðu hjá Íslenska járnblendifélaginu, en starfa nú hjá Klafa.  Það liggur alveg ljóst fyrir að fyrrverandi starfsmenn Íj  sem hefja  störf hjá Klafa  flytja áunnin réttindi með sér yfir til Klafa  og þar meðtalið starfsaldurhækkanir.   Fyrirtækið hefur hafnað þessu algerlega, þó kjarasamningur kveði á um hið gagnstæða .  Það liggur fyrir að Verkalýðsfélag Akraness mun sækja þessi mál starfsmanna af fullum þunga, og hefur nú þegar sett sig í samband við lögmann félagsins.

16
Feb

Kjarasamningur við Íslenska járnblendifélagið felldur

Samningur við íslenska járnblendifélagið var felldur með miklum mun. 

Það voru 97 á kjörskrá 82 kusu eða 84.6% 

Já sögðu 18 eða 22%

Nei sögðu 63 eða 76.8% 

1 var auður eða 1.2%

Nú þegar þessi niðurstaða liggur fyrir.  Mun formaður félagsins  setja sig í samband við trúnaðartengiliðina og boða til fundar með þeim eins fljót og verða má.  það þarf að fá á hreint hvaða atriði starfsmenn vilja laga og leggja mestu áherslu á þegar hafnar verða viðræður við forsvarsmenn Íj aftur.   Nú er mjög mikilvægt að samstaða starfsmanna verði góð, reyndar nauðsynlegt. 

16
Feb

Fundað með starfsmönnum Klafa í dag

Starfsmenn Klafa hafa óskað eftir að funda með formanni Verklýðsfélags Akraness í dag.  Formaður félagsins mun gera starfsmönnum grein fyrir innihaldi á  nýgerðum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið.  Það liggur alveg ljóst fyrir að nýgerður kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins mun gilda í flestum atriðum  fyrir starfsmenn Klafa, eins og verið hefur.  Samningaviðræður við forsvarsmenn Klafa munu væntanlega hefjast fljótlega.  Fer reyndar dálítið eftir því hvernig atkvæðagreiðslan um kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins fer.   Niðurstaða varðandi samninginn við Íj mun skýrast  kl. 13:00 í dag.  Töluverðar líkur eru reyndar á að samningurinn verði felldur, allavega er það mat félagsins eftir þá kynningafundi sem haldnir hafa verið með starfsmönnum.     

15
Feb

Atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins að ljúka

Kosningu um nýgerðan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið lýkur í kvöld.  Talning mun fara fram í húskynnum ríkissáttasemjara  á morgun og hefst talning kl. 13:00.  Niðurstöður kosninganna  verða birtar á heimasíðunni annað kvöld. 

14
Feb

Gífurlega góð samstaða á meðal starfsmanna Norðuráls

Það er ný lokið kynningarfundi með starfsmönnum Norðuráls um breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna. Um 40 starfsmenn mættu á fundinn sem er mjög góð mæting og sýnir hversu mikill áhugi starfsmanna er á þessum kjaraviðræðum.   það kom skýrt fram hjá fundarmönnum að starfsmenn vilja fimmta vakthópinn inn, og ekkert annað er til umræðu.  Það er gott að fá skýr fyrirmæli frá starfsmönnum um þessa hluti.  Einnig var ákveðið á fundinum að láta starfsmenn kjósa hvort starfsmenn vilji frekar 12 tíma vaktakerfi eða 8 tíma. Til stendur að senda atkvæðisseðla út strax á morgun til starfsmanna.  Gríðarlega góð samstaða var á meðal starfsmanna og samninganefndin fékk skýr skilaboð frá fundinum, það er sambærileg laun og hinar verksmiðjunnar eru að greiða, annað er ekkert sanngirni.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að samstaða starfsmanna skuli hafi verið eins og raun bar vitni.  Væntingar starfsmanna eru miklar, því launamunurinn á milli verksmiðjanna er alltof mikil og þennan launamun  þarf að laga.  Því skiptir samstaða starfsmanna mjög miklu máli fyrir samninganefnd félaganna.  Hægt er að skoða myndir frá fundinum með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image