• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

15
Apr

Algjör viðsnúningur í rekstri Verkalýðsfélags Akraness

Eins og kom fram á heimasíðunni í gær þá fundaði stjórn félagsins í gærkveldi og á þeim fundi var samþykkt að aðalfundur félagsins yrði haldinn miðvikudaginn 27. apríl  kl. 20.00 að Kirkjubraut 40 þriðju hæð.  Endurskoðandi félagsins mætti á fundinn í gær og fór yfir reikninga félagsins og útskýrði fyrir stjórnarmönnum afkomu  félagsins.  Allir sjóðir félagsins eru reknir með hagnaði  árið 2004 sem er algjör viðsnúningur miðað við árið í 2003.  Fyrir árið 2004 var félagsjóður rekinn með hagnaði.  Árið 2003 var tap á félagssjóði uppá tæpar 2 milljónir.  Það fer ekki á milli mála að nýkjörinni stjórn hefur tekist mjög vel upp á sínu fyrsta starfsári sem er mikil hvatning fyrir núverandi stjórn fyrir komandi ár. 

14
Apr

Aðalstjórn félagsins fundar í kvöld

Stjórn félagsins mun funda í kvöld kl. 20:00.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.  Endurskoðandi félagsins kemur og fer yfir reikningana.
  • Aðalfundur félagsins eins og áður hefur komið fram þá verður aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness að öllum líkindum miðvikudaginn 27. apríl.

það liggur orðið fyrir að afkoma félagsins þetta fyrsta starfsár  núverandi stjórnar er mun betri heldur en árið 2003.  Þrátt fyrir stóraukna þjónustu við félagsmenn og aukin útgjöld vegna þess. 

13
Apr

Kjarasamningur Norðuráls var samþykktur með fjögra atkvæða mun

Talning atkvæða vegna kosningu um nýjan kjarasamning.

 Grundartanga 13. apríl 2005

 

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning milli hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og Norðuráls sem undirritaður var þann 1. apríl 2005.  Atkvæði voru talinn í kvöld og urðu niðurstöður þessar:

 

Á kjörskrá voru                           246

Atkvæði greiddu                          212

Kjörsókn                                     86,18

 

Já     sögðu                                 106              50%

Nei  sögðu                                  102              48,2%

Auðir og ógildir                           4                  1,8%

13
Apr

Talið verður í kvöld í atkvæða greiðslunni um kjarasamning Norðuráls

Kosningu um kjarasamning Norðuráls lýkur kl. 19:30 í kvöld.  Talning í mun hefjast strax eftir að kosningu lýkur.  Niðurstaða úr talningunni verður birt hér á heimsíðufélagsins um leið og niðurstaða liggur fyrir.

12
Apr

Stjórn og trúnaðarráð fundar í kvöld

Fundur verður haldinn í stjórn og trúnaðarráði félagsins í kvöld og hefst fundurinn kl. 20:00.  Aðal mál fundarins eru nýgerðir kjarasamningar félagsins.  Dagskrá aðalfundarins verður líka til umræðu.   Að öllum líkindum verður aðalfundur félagsins haldinn miðvikudaginn 27. apríl.  Endanleg ákvörðun um það mun liggja fyrir eftir fund hjá aðalstjórninni, en fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl

11
Apr

Undirbúningur að 1. maí hafinn

Undirbúningur að hátíðarhöldum á 1. maí er hafinn.  Fundað var á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness í seinni partinn í dag.  Það eru öll stéttarfélög á Akranesi sem standa að 1. maí þau eru:  Verkalýðsfélag Akraness Kennarafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félag-iðn og tæknigreina, Stak og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 

08
Apr

Búið að kynna nýgerðan kjarasamning fyrir öllum starfsmönnum Norðuráls

Síðustu kynningarfundirnir voru haldnir í dag það voru B og D vaktirnar sem fengu sína kynningu í dag.  Það fór ekki á milli mála í þessum kynningum að væntingar starfsmanna til nýs kjarasamnings voru töluverðar.   Það eðlilegt að starfsmenn hafi haft væntingar til þessa samnings þar sem  kjarasamningur starfsmanna Norðuráls frá árinu 1998 var mun lakari heldur en aðrir stóriðjusamningar.   Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu félagsins þá er það aðallega breytingin á vaktafyrirkomulagi sem leggst illa í starfsmenn.   Það er samt sem áður mat Verkalýðsfélags Akraness að það hafi verið stígið mikilvægt skref í átt til jöfnunar á launum starfsmanna Norðuráls á við aðrar verksmiðjur.   Þó vissulega hefði félagið viljað jafna launin að fullu við Ísal í þessum samningum.  Lengra varð því miður ekki komist í þessari samningalotu.

Verkalýðsfélag Akraness vill þakka Ólafi Darra hagfræðingi Así kærlega fyrir aðstoðina við gerð þessa kjarasamnings, og einnig aðstoðina við kynningarnar á kjarasamningum, hún var ómetanleg. 

07
Apr

Orlofs og desemberuppbætur starfsmanna Norðuráls hækkuðu um 112.488 við undirskrift samningsins (139%)

Kynningarfundirnir héldu áfram í morgun á nýgerðum kjarasamningi við Norðurál.  Það voru iðnaðarmenn, starfsmenn í Kerfóðrun, skautsmiðju og skrifstofufólk sem fengu sína kynningu í morgun og stóð kynningin til hádegis.  Það er ljóst að það eru nokkuð skiptar skoðanir með samninginn og er það sérstaklega vaktakerfið sem starfsmenn eru ekki á eitt sáttir með.  Hvað varðar launaliðina í kjarasamningum þá virðast starfsmenn almennt vera nokkuð sáttir með þann þátt samningsins.  Hagfræðingur ASÍ hefur látið það koma skýrt fram á öllum kynningarfundunum að þessi kjarasamningur sé einn sá besti sem gerður hefur verið í þessari samningalotu.  Vissulega hefði samninganefnd stéttarfélaganna viljað ná lengra í þessum áfanga en lengra var ekki komist og miðað við aðstæður er Verkalýðsfélag Akraness ánægt með samninginn.  Eitt lítið dæmi sem náðist í þessum kjarasamningi er hækkun á  orlofs og desemberuppbótum.  Fyrir samning voru þær.  40.458 kr. eða samtals 80.916 kr.  Eftir kjarasamning verða þær 96.704 kr. eða samtals 193.404 kr. sem er hækkun upp á 112.488 kr við undirskrift samningsins, hækkun sem nemur 139%

06
Apr

Byrjað var í dag að kynna nýjan kjarasamning fyrir starfsmönnum Norðuráls

Fyrstu tveir kynningarfundirnir voru haldnir í dag þar sem nýr kjarasamningur fyrir starfsmenn Norðuráls var kynntur.  Það voru C -og A vaktirnar sem fengu sína kynningu í dag.  Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ fór yfir samninginn fyrir starfsmenn.  Að því loknu svaraðu fulltrúar samninganefndar stéttarfélaganna  spurningum frá starfsmönnum.  Það kom fram í máli hagfræðings ASÍ að þessi samningur væri vissulega stórt skref í átt til jöfnunar á við aðrar sambærilegar verksmiðjur.  Einnig kom fram í máli hagfræðingsins að þessi kjarasamningur væri einn af þeim betri sem gerður hefur verið á undanförnum vikum og mánuðum.  Hægt er að skoða myndir fá fundunum með því að smella á myndir og síðan Norðurál

05
Apr

Kynningafundirnir byrja á morgun C- vakt kl.14:00 og A-vakt kl. 16:00

Byrjað verður að kynna fyrir starfsmönnum nýgerðan kjarasamning við Norðurál á morgun.  Kynningarfundirnir verða sem hér segir:

Þessir fundir verða báðir í Framsóknarhúsinu að Sunnubraut Akranesi

  1. Miðvikudaginn 6. apríl kl. 14:00 C vakt
  2. Miðvikudaginn 6. apríl kl. 16:00 A vakt

Þessir fundir verða allir fjórir haldnir í Fræðslusetri Norðuráls

  1. Fimmtudaginn 7.apríl kl. 08:00 Iðnaðarmenn
  2. Fimmtudaginn 7.apríl kl. 10:00 Skautsmiðja
  3. Fimmtudaginn 7.apríl kl. 12:00 Kerfóðrun
  4. Fimmtudaginn 7.apríl kl. 14:00 Skrifstofa

Þessir fundir verða haldnir í Framsóknarhúsinu að Sunnubraut Akranesi

  1. Föstudaginn 8.apríl kl. 14:00 B vakt
  2. Föstudaginn 8.apríl kl. 16:00 D vakt

Hægt verður að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning á öllum kynningarfundunum.  Einnig verður hægt að kjósa hjá aðaltrúnaðarmanni Norðuráls.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image