• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kemur í ljós í dag hvort kjaradeila við eigendur Fangs endi hjá ríkissáttasemjara Starfsmenn Fangs hafa verið samningslausir í sjö mánuði
04
Jul

Kemur í ljós í dag hvort kjaradeila við eigendur Fangs endi hjá ríkissáttasemjara

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir svari frá Samtökum atvinnulífsins um hvort og þá hvenær þeir geta hafið viðræður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefur stjórn Fangs ákveðið einhliða að fresta viðræðum þar til í haust.  Einnig hefur  stjórn Fangs tekið ákvörðun um hversu mikið laun starfsmanna skulu hækka.  Verkalýðsfélag Akraness vill ítreka það, að það er ekki á valdi stjórnar Fangs að ákveða þetta einhliða. Þessar ákvarðanir verða að vera teknar í samráði við þau stéttarfélög sem fara með  samningsumboðið fyrir umrædd störf.   Kjarasamningur starfsmanna Fangs rann út 30. nóvember og það mun ekki koma til greina að fresta viðræðum fram á haustið.  Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir því við Samtök atvinnulífsins að hefja viðræður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs strax.  Ef ekki berst jákvætt svar við þessari beiðni í dag frá Samtökum atvinnulífsins, mun félagið vísa deilunni til ríkissáttasemjara og það seinni partinn í dag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image