• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Aðalstjórn félagsins fundaði í kvöld Frá stjórnarfundi
27
Jun

Aðalstjórn félagsins fundaði í kvöld

Stjórnarfundur var haldinn í kvöld á dagskrá voru fjölmörg mál.  Helsta dagskrámálið var um fyrirhugaðar breytingar á lögum félagsins.  Einnig var málefni Laugafisks til umræðu.  En stjórn félagsins er afar ánægð með þá stefnu sem það mál hefur nú tekið.  Fjölmargir hafa haft orð á því við formann félagsins að lyktarmengun frá Lagafiski hafi stórminnkað á liðnum mánuðum.  Sem er afar ánægjulegt því við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum missa um 40 störf úr okkar byggðarlagi.  Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta gera nýjan félagsfána.  Var það gert vegna þess að gamli félagsfáninn var farinn að láta verulega á sá.  Einnig verður nýi fáninn mun viðráðanlegri í alla staði, sé nú ekki talað um eins og í 1. maí göngunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image