• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

24
May

Miklar endurbætur á íbúðum félagsins á Akureyri

Nú standa yfir miklar endurbætur á húseignum félagsins að Furugrund 8 á Akureyri.  Verkalýðsfélag Akraness á þrjár íbúðir á Akureyri.  þær endurbætur sem nú er verið að gera er að allar íbúðirnar eru málaðar að innan, nýjar eldhúsinnréttingar eru settar í allar íbúðirnar,  skipt um sturtuklefa í öllum íbúðunum.  Það kemur ný eldavél í eina íbúðina.  Einnig er skipt um ljós í þeim öllum og rimlagardínur endurnýjaðar.  Verkalýðsfélag Akraness hvetur sína félagsmenn til að ganga vel um orlofshús félagsins þetta er jú eign okkar allra.

22
May

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness gaf gjöf til nemenda í Fjölbrautarskóla Vesturlands sem náðu framúrskarandi árangri í verklegum greinum

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að gefa árlega verðalaun þegar nemendur útskrifast af námsbraut í húsasmíði frá Fjölbrautarskóla Vesturlands.  Er hér um að ræða nemendur sem ná framúrskarandi árangri í verklegum greinum.  Með þessu vill Verkalýðsfélag Akraness leggja sitt að mörkum til að auka veg og virðingu handverks og verkmennta við Fjölbrautaskóla Vesturlands.  Í gær voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn.  Það voru tveir nemendur sem skarað hafa fram úr í verklegum greinum í húsasmíði.  Þeir eru Sindri Hlífar Guðmundsson og Vésteinn Sigmundsson og hlutu þeir báðir verðlaun frá Verkalýðsfélagi Akraness.  Hörður Helgason skólameistari við Fjölbrautarskóla Vesturlands þakkaði Verkalýðsfélagi Akraness fyrir þessar gjafir.  Sagði jafnframt að með þessum gjöfum sýnir félagið góðan hug til skólans og það sé okkur mikils virði.  Stjórn félagsins óskar þeim Sindra og Vésteini kærlega til hamingju með frábæran námsárangur

20
May

Bæjarráð Akraneskaupstaðar sýnir mikinn vilja til að leysa málefni Laugafisks

Bæjarráð hefur haft samband við forsvarsmenn Laugfisks og óskað eftir að funda með þeim strax á mánudaginn.  Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá snýst málið um þá ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands að  fyrirtækinu verði skylt að draga úr starfssemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Ákvöðun þessi er byggð á kvörtunum sem hafa borist yfir lyktarmengun frá fyrirtækinu.  Ætlar bæjarráð að heyra í forsvarsmönnum fyrirtækisins og fara yfir stöðuna  eins og hún er í dag.  Það er greinilegur vilji bæjarráðs að viðunandi lausn finnist á málefnum fyrirtækisins.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þau hröðu viðbrögð sem bæjarráð Akraneskaupstaðar sýna í málefnum Laugafisks.  Eins og fram hefur komið áður hér á síðunni þá starfa 35 manns hjá Laugafiski og laun og launatengd gjöld námu um 100 hundrað milljónum á síðast ári.  Það fer því ekkert á milli máli hversu mikilvægt það er fyrir okkur Akurnesinga að starfsemi Laugafisks haldi áfram hér á Akranesi. 

20
May

Viðræðurnar um nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Klafa komnar á fulla ferð, loksins

Samningafundur var haldinn í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa.  Samningsaðilar voru að fara yfir samningstextann á fundinum í dag, er þeirri vinnu nánast lokið.  Kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins er sá samningur sem starfsmenn Klafa hafa unnið eftir á liðnum árum.  Nú verður gerður sjálfstæður kjarasamningur fyrir starfsmenn Klafa.  Kjarasamningurinn  sem nú er í vinnslu fyrir starfsmenn Klafa byggist nánast að öllu leiti á kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins.  Samningsaðilar munu hittast á þriðjudaginn nk og eru aðilar sammála um að stefna að því að ljúka við nýjan kjarasamning í næstu viku.

19
May

Bæjarráð Akraness telur mikilvægt fyrir samfélagið á Akranesi að lausn finnist í málefnum Laugafisks

Formaður félagsins fundaði með bæjarráði í dag.  Það sem var eina helst til umræðu á þessum fundi var sú  alvarlega staða sem upp er komin í málefnum Laugafisks.   Ákvörðun sem heilbrigðisnefnd Vesturlands tók 27. apríl sl og fólst í því að forsvarsmönnum Laugarfisks væri skylt að draga úr starfssemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Var sú ákvörðun heilbrigðisnefndar byggð á kvörtunum vegna lyktarmengunar.    Á fundinum  í dag  lýsti Verkalýðsfélag Akraness yfir verulegum áhyggjum sínum vegna þessar ákvörðunar heilbrigðisnefndarinnar.  Benti formaður félagsins bæjarráðsmönnum á, að forsvarsmenn Laugafisks telja að rekstrargrundvelli fyrirtækisins sé verulega ógnað með þessari ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands.  Ekki fór á milli mála að bæjarráð Akraness skilur áhyggjur félagsins mæta vel.  Fram kom í máli bæjarráðsmanna að nauðsynlegt væri að aðilar málsins reyndu að finna viðunandi lausn sem fyrst.   Það var greinilegur vilji bæjarráðs að málefni Laugafisks fái farsæla lausn, þannig að fyrirtækið geti starfað í sátt við sitt nánasta umhverfi.  Bæjarráð ákvað einnig að kalla eftir gögnum frá heilbrigðisnefnd Vesturlands og mun að öllum líkindum funda með forsvarsmönnum Laugafisks strax í næstu viku.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar viðbrögðum bæjarráðs í málefnum Laugafisks.

18
May

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fundar með bæjarráði á morgun

Eins og fram hefur komið á heimasíðu félagsins þá óskaði Verkalýðsfélag Akraness eftir fundi með bæjarráði.  Bæjarráð Akraneskaupstaðar tók að sjálfsögðu vel í það og verður fundað á morgun kl 16:00.   Eitt af þeim málum sem formaður félagsins mun ræða við fulltrúa bæjarráðs eru málefni Laugafisks.  Félagið hefur haft verulegar áhyggjur vegna þeirra ákvörðunar heilbrigðisnefndar Vesturlands að skipa forsvarsmönnum fyrirtækisins að draga úr framleiðslunni um 50% yfir sumarmánuðina.  Sem klárlega myndi leiða til þess að starfsöryggi starfsmanna Laugafisks yrði ógnað.   

18
May

Fundað var um nýjan kjarasamning Klafa í dag

Samningafundur var haldinn í dag vegna kjarasamnings starfsmanna Klafa.  Það eru ein 3 til 4 atriði sem verulegur ágreiningur er um á milli samningsaðila.   Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að viðræðurnar séu á afar viðkvæmu stigi og brugðið geti til beggja átta í þeim efnum.  Næsti samningafundur er á föstudaginn 20. maí kl 10:00, á þeim fundi kemur væntanlega í ljós hvort samningsaðilar séu að nálgast eða ekki.

17
May

Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirtækið Laugafiskur sé gott fyrirtæki sem bæjaryfirvöld vilja gjarnan hafa áfram á Akranesi

Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þau viðbrögð sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar hefur sýnt á málefnum Laugafisks.   Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá snýst málið um kvartanir frá nágrönnum yfir lyktarmengun.  Forsvarsmenn Laugafisks hafa verið að leita allra leiða til lausnar á vandamálinu og eru hvergi nærri hættir.   Gísli Gíslason bæjarstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann vonist til að lausn finnist í málefnum fyrirtækisins.  Bæjarstjórinn sagði einnig að bæjaryfirvöld geri sér grein fyrir að það skipti miklu máli að fyrirtækið geti gengið áfram.  Að lokum viðtalsins sagði Bæjarstjórinn að fyrirtækið væri gott og bæjaryfirvöld vilji gjarnan hafa fyrirtækið áfram hér á Akranesi.  Verkalýðsfélag Akraness tekur undir hvert orð bæjarstjórans og fagnar þessari afstöðu bæjaryfirvalda.  Aðalmálið er að allir leggist á eitt að finna farsæla lausn á málefnum fyrirtækisins.  Verður sú lausn að vera með þeim hætti að rekstrargrundvelli Laugafisks verði ekki ógnað.  Formaður félagsins mun funda með bæjarráði í vikunni um málefni fyrirtækisins.

17
May

Formaður félagsins fundar með starfsmönnum Klafa

Formaður félagsins átti góðan fund með starfsmönnum Klafa í dag.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu félagsins og mætu flest allir starfsmenn Klafa.  Tilefni fundarins var að gera starfsmönnum grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað á milli stéttarfélaganna og fyrirtækisins um nýjan kjarasamning.  Starfsmenn eru einhuga um að fylgja eftir þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram.  Skýrt kom fram hjá starfsmönnum að ekki yrði kvikað frá  kröfunni um  hagnaðarhlut til handa starfsmönnum Klafa.  Starfsmenn eru sannfærðir og reyndar Verkalýðsfélag Akraness líka, að starfsmenn Klafa hafi átt rétt á sambærilegri greiðslu vegna hagnaðarhlutdeildar eins og starfsmenn Íj fengu á síðastliðna ári.  Starfsmenn hafa bent réttilega á að þeir hafi unnið eftir kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins á undanförnum árum og þar af leiðandi eigi þeir rétt á sambærilegri greiðslu vegna hagnaðarhlutdeildar og starfsmenn ÍJ fengu. 

13
May

Næsti samningafundur um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa verður á miðvikudaginn kemur

Næsti samningafundur vegna kjarasamnings Klafa verður haldinn miðvikudaginn 18 maí.  Það liggur fyrir að það verður tekist á um nokkur kjaraatriði sem starfsmenn Klafa leggja mikla áherslu á að komi inn í nýjan kjarasamning.  Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum Klafa á næsta þriðjudag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image