• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður félagsins fór í eftirlitsferð á byggingarsvæði Norðuráls í dag Framkvæmdir við stækkun Norðuráls
22
Jul

Formaður félagsins fór í eftirlitsferð á byggingarsvæði Norðuráls í dag

Formaður félagsins fór inná byggingarsvæði Norðuráls í dag til að kanna hvernig starfsmannamálum þeirra fyrirtækja sem vinna við stækkun Norðuráls er háttað.  Ljóst er að töluvert er af erlendu vinnuafli að störfum við stækkun Norðuráls.  Í þessari eftirlitsferð í dag kom ekkert fram sem bendir til þess að verið sé að fara á mis við Íslenska kjarasamninga.  Reyndar náðist ekki í öll þau verktakafyrirtæki sem eru að störfum á svæðinu.  Strax eftir helgi mun Verkalýðsfélag Akraness halda áfram eftirliti sínu á því hvort verið sé að brjóta á atvinnuréttindum útlendinga með því að gera samninga við erlendar starfsmannaleigur með það eitt að markmiði að komast hjá því að greiða eftir kjarasamningum á hinum Íslenska vinnumarkaði .  Verkalýðsfélag Akraness skorar á alla að hafa samband við skrifstofu félagsins sem hafa einhverja vitneskju um  fyrirtæki sem eru að ráða erlenda starfsmenn í gegnum erlendar starfsmannaleigur. Töluverðar líkur eru á því að verið sé að brjóta á réttindum þessara starfsmanna sem koma frá erlendum starfsmannaleigum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image