• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Mar

Fundað var með trúnaðartengiliðum Norðuráls í morgun

Samninganefnd stéttarfélaganna fundaði í morgun með trúnaðartengiliðum starfsmanna Norðuráls.  Tilefni fundarins var að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum sem átt hafa sér stað við forsvarsmenn Norðuráls á undanförnum vikum og mánuðum.  Það kom mjög skýrt fram hjá trúnaðartengiliðunum í morgun,  að starfsmenn séu almennt búnir að bíða nokkuð lengi eftir því að núverandi kjarasamningur rynnu út.  Því eins og starfsmenn segja réttilega:  ,,ef launakjör og önnur kjaraatriði verða ekki lagfærð nú og samræmd á við sambærilegar verksmiðjur, þá muni það vart gerast í náinni framtíð"  Þetta er skoðun starfsmanna og  Verkalýðsfélag Akraness tekur heilshugar undir þessa skoðun starfsmanna.  Hagfræðingur ASÍ hefur nýlokið við að gera launasamanburð á sambærilegum verksmiðjum og Norðuráli.  Í þessum samanburði kemur alveg skýrt fram að um umtalsverðan launamun er um að ræða.  Þessi mikli launamunur er vandinn í þessum kjaraviðræðum, og þann vanda  verður samningsaðilum að takast að leysa 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image