• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

05
Jan

Samninganefnd Norðuráls fundar á morgun

Fundað verður á morgun um gildissviðið í kjarasamningi  Norðuráls.  Til fundarins mun lögmaður stéttarfélaganna koma og ráðleggja samninganefndinni hvað sé heppilegasta leiðin fyrir stéttarfélögin að fara hvað varðar gildissviðið.  Fyrir liggur tillaga frá forsvarsmönnum Norðuráls um gildissviðið, samninganefndin mun væntanlega taka endanlega afstöðu til þeirrar tillögu á fundinum á morgun. 

04
Jan

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag

Deiluaðilar funduðu undir dyggri stjórn ríkissáttasemjara í tæpa tvo tíma í dag án þess að nálgast hvorn annan nægilega mikið til að hægt hefði verið að halda áfram viðræðum í dag.  Ákvað sáttasemjari að boða til fundar þriðjudaginn 11. janúar.  Það er gildissvið samningsins sem ágreiningur er um,  ekki hefur náðst endanleg sátt þar um.  Á fundum milli jóla og nýárs sem formaður félagsins hélt með starfsmönnum kom skýrt fram hjá verkamönnum Íj að þeir vildu fá yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj  um að ekki yrði um frekari úthýsingu á starfsemi fyrirtækisins á samningstímabilinu að ræða.   Á fundinum í dag urðu forsvarsmenn Íj við þessari kröfu verkamanna Íj.  

Telur Verkalýðsfélag Akraness það vissan áfangasigur að fá þessa yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj og hafa þeir því komið til móts við kröfu verkamanna hvað þetta atriði varðar.   Eftir stendur að það eru ennþá nokkur atriði sem ekki hefur náðst samkomulag um.  Ljóst er orðið að þriðjudaginn 11. janúar verður að öllum líkindum úrslitastund, hvort gengið verði frá nýjum kjarasamningi eða hvort það  slitni endanlega uppúr viðræðunum.

03
Jan

Fundað verður vegna kjarasamnings Norðuráls fimmtudaginn 6. jan

Næsti fundur vegna kjarasamnings Norðuráls verður haldinn fimmtudaginn 6. janúar.  Á þeim fundi munu formenn og trúnaðarmenn funda með lögmanni stéttarfélaganna.  Umræðuefnið á þeim fundi verður gildissvið kjarasamningsins. 

03
Jan

Launahækkanir 1. janúar 2005

Launahækkanir frá 1.1 2005 í þeim kjarasamningum sem félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eiga aðild að eru eftirfarandi: 

Samkvæmt eftirtöldu eru launahækkanir frá 1.1. 2005 í kjarasamningum sem Verkalýðsfélag Akraness á aðild að.

 

  • Kjarasamningur SGS og SA launahækkun 1.1.2005   3,0%
  • Kjarasamningur SGS og ríkisins                                  3,0%
  • Kjarasamningur  LÍV og SA                                        3,0%
  • Kjarasamningur Samiðnar og SA                                 3,0%
  • Kjarasamningur SGS og launanefndar Sv.félaga           1,75%

 

Þá hækkar framlag atvinnurekenda í samtryggingarlífeyrissjóði frá 1. janúar 2005 í 7,0%  í kjarasamningi SGS og SA, LÍV og SA og og jafnframt fellur niður skylda til að greiða 1,0% fast í séreignasjóð  til þeirra starfsmanna sem greiða ekki viðbótarframlag í lífeyrissjóð ( sameignar eða séreignarsjóð)

Framlag starfsmanna í samtryggingarsjóði verður óbreytt 4,0%

Í samningi SGS og ríkisins hækkar mótframlag vinnuveitanda  í lífeyrissjóð frá 1. janúar 2005 í 9,0%

Framlag starfsmanns verður óbreytt 4,0%

Í samningi SGS og launanefndar Sv.félaga hækkar mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð frá 1. janúar 2005 í 10,5 %

Framlag starfsmanns verður  5,0%

03
Jan

Fundað hjá ríkissáttasemjara á morgun vegna kjaradeilu við Íslenska járnblendifélagið

Fundað verður hjá ríkissáttasemjara á morgun vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Það nokkur atriði sem eftir standa í þessari kjaradeilu, og líklegt að reynt verði til þrautar á fundinum á morgun að ná niðurstöðu í þeim atriðum sem ágreiningur er um.  Formaður félagsins  hefur fundað með öllum verkamönnum íj að undanförnu.  Voru fundirnir afar gagnlegir því það kom skýrt fram hvaða atriði það eru sem starfsmenn vilja leggja mestu áherslu á, af þeim atriðum sem eftir eru í þessari deilu.  

02
Jan

Atvinnuleysisbætur hækka um 3 %

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 3% þann 1. janúar.
Eftirfarandi tilkynning kemur af vef Vinnumálastofnunnar.
Með vísun til 7. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem gerð var vegna kjarasamninga á almennum markaði frá 7. mars sl. hefur félagsmálaráðherra ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur um 3% frá 1. janúar 2005.
Hámarksbætur atvinnuleysistrygginga verða þá 4.219 kr. á dag, eða kr. 91.426 á mánuði

30
Dec

Gleðilegt nýtt ár!

Verkalýðsfélag Akraness óskar félagsmönnum sem  og  öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári!

30
Dec

Búið að funda með starfsmönnum Íj

Seinni fundurinn með starfsmönnum Íj var haldinn í dag.  Á fundinum fór formaður félagsins yfir stöðuna í kjaraviðræðum við forsvarsmenn Íj, kynnti einnig samningstilboð frá forsvarsmönnum Íj.  Það liggur orðið ljóst fyrir hvaða væntingar starfsmenn gera í þessum kjaraviðræðum, eins hversu langt menn eru tilbúnir að ganga til að ná fram sínum kröfum.  Það ríkir mikil samstaða  á meðal starfsmanna um að ná fram bættum kjörum í þessum samningum.  Einnig  eru atriði tengd vinnufyrirkomulagi sem starfsmenn vilja að verði skýlaust breytt, og setja það atriði sem algert skilyrði eigi að takast að ganga frá kjarasamningi.  Niðurstöðu úr þessum tveimur fundum hefur formaður félagsins, nú þegar komið á framfæri við okkar viðsemjendur.

29
Dec

Agnar Jónsson fyrrverandi formaður VLFA gerður að heiðursfélaga

Haldinn var í kvöld jólatrúnaðarráðsfundur þar sem öllum sem gegna trúnaðarstarfi fyrir Verkalýðsfélag Akraness var boðið að þiggja veitingar í boði  félagsins.   Aðaldagskrárliðurinn var að heiðra Agnar Jónsson fyrrverandi formann félagsins.  Agnar Jónsson var formaður félagsins frá árinu 1981 til 1985.  Vill stjórn Verkalýðsfélags Akraness þakka Agnari kærlega fyrir hans framlag í þágu verkafólks á Akranesi.  Formaður félagsins Vilhjálmur Birgisson afhenti Agnari Jónssyni heiðursskjal, blómvönd og nýja bók sem fjallar um öll stéttarfélög á Íslandi í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

29
Dec

Fundað með starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins

Fundur var haldinn með starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins í gærkveldi  vegna kjarasamnings Íj.  Formaður félagsins fór yfir stöðuna í samningaviðræðum við forsvarsmenn Íj eins og hún er í dag.  Kynnti formaður VLFA einnig tilboð að nýjum kjarasamningi sem forsvarsmenn Íj hafa lagt fram .  Það eru nokkur atriði sem Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn Íj eru sammála um að verði að laga í þessu tilboði frá stjórnendum Íj, til að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi.  Þessi fundur var afar þýðingar mikil fyrir Verkalýðsfélag Akraness því eftir fundinn veit formaður félagsins hvað starfsmenn vilja, og hversu langt starfsmenn eru tilbúnir að  ganga til að knýja fram sínar grundvallarkröfur.  Mun formaður félagins kynna forsvarsmönnum Íj niðurstöður frá þessum fundi.  Næsti fundur verður á morgun en þá koma tvær síðustu vaktirnar hefst fundurinn kl. 13:00 og er haldinn að Kirkjubraut 40.    

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image