• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Feb

Kynningafundur verður á morgun með dagmönnum Íj um nýgerðan kjarasamning

Kynningafundur verður með starfsmönnum (dagmönnum) á morgun um nýgerðan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið.  Ljóst er orðið að töluverðrar óánægju gætir hjá starfsmönnum með nokkur atriði í samningnum og lítur það einna helst að róteringu starfsmanna á milli starfsstöðva.  Einnig eru atriði sem tengjast stórauknu álagi á starfsmenn.  Það gætir vissrar reiði meðal starfsmanna sem Verkalýðsfélag Akraness skilur mæta vel.  Það hefur ýmislegt gengið á  á undanförnum árum sem starfsmenn eru ekki á eitt sáttir með, eðlilega.  Það er mat félagsins að sú harða starfsmannastefna sem eigendur Elkem hafa rekið á síðustu 5 árum hefur átt stóran þátt  í þeirri óánægju sem nú ríkir á meðal starfsmanna.   Það verða allir að leggjast á eitt um að endurskapa aftur það jákvæða andrúmsloft sem ríkti  á milli starfsmanna og stjórnenda Íslenska járnblendifélagsins, líkt og var þegar Jón Sigurðsson stjórnaði fyrirtækinu.  Verkalýðsfélag Akraness telur  að bæta þurfi samskipti starfsmanna og stjórnenda allverulega, og það sem fyrst.    Verkalýðsfélag Akraness er svo sannarlega tilbúið að leggja sitt á vogaskálarnar í þeim efnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image