• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Gífurlega góð samstaða á meðal starfsmanna Norðuráls

Það er ný lokið kynningarfundi með starfsmönnum Norðuráls um breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna. Um 40 starfsmenn mættu á fundinn sem er mjög góð mæting og sýnir hversu mikill áhugi starfsmanna er á þessum kjaraviðræðum.   það kom skýrt fram hjá fundarmönnum að starfsmenn vilja fimmta vakthópinn inn, og ekkert annað er til umræðu.  Það er gott að fá skýr fyrirmæli frá starfsmönnum um þessa hluti.  Einnig var ákveðið á fundinum að láta starfsmenn kjósa hvort starfsmenn vilji frekar 12 tíma vaktakerfi eða 8 tíma. Til stendur að senda atkvæðisseðla út strax á morgun til starfsmanna.  Gríðarlega góð samstaða var á meðal starfsmanna og samninganefndin fékk skýr skilaboð frá fundinum, það er sambærileg laun og hinar verksmiðjunnar eru að greiða, annað er ekkert sanngirni.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með að samstaða starfsmanna skuli hafi verið eins og raun bar vitni.  Væntingar starfsmanna eru miklar, því launamunurinn á milli verksmiðjanna er alltof mikil og þennan launamun  þarf að laga.  Því skiptir samstaða starfsmanna mjög miklu máli fyrir samninganefnd félaganna.  Hægt er að skoða myndir frá fundinum með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image