• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Feb

Kynningarfundur um starfsmönnum Norðuráls á mánudaginn 14. febrúar

Samningafundur var haldinn í morgun vegna vaktafyrirkomulags starfsmanna.   Samningsaðilar eru að reyna að finna lausn á þeirri kröfu starfsmanna um að fá fimmta vakthópinn inn.  Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að starfsmenn vilja minnka þetta mikla vinnuálag sem fylgir þessu vaktakerfi sem starfsmenn vinna nú eftir.  Samningsaðilar ræddu tvær hugmyndir um breytingu á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á fundinum í morgun.  Ákvað samninganefnd stéttarfélaganna að  boða til kynningafundar  mánudaginn 14. febrúar kl. 20:15 að Kirkjubraut 40, sem er salur Verkalýðsfélags Akraness.  Á þessum kynningarfundi verða kynntar þær hugmyndir sem stéttarfélögin eru að velta fyrir sér.  Eitt er alveg víst að Verkalýðsfélag Akraness vill heyra hver vilji starfsmanna er í þessu máli, því er mikilvægt að starfsmenn sjái sér fært að mæta og kynna sér þessar hugmyndir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image