• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Feb

Mikil samstaða á meðal starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins vegna kjaradeilu við eigendur fyrirtækisins (Elkem)

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með trúnaðartengiliðum Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Lögðu tengiliðarnir fram þær kröfur sem þeir hafa tekið saman í fullu samráði við starfsmenn Íj.  Voru trúnaðartengiliðirnir einhuga um þær kröfur sem teknar hafa verið saman, og verða lagðar  fram á næsta samningafundi sem ríkissáttasemjari heldur.  Ekki verður farið efnislega yfir þær kröfur sem starfsmenn vilja ná fram  á þessu stigi málsins .   Væntanlega verður næsti samningafundur hjá sáttasemjara á næsta föstudag.  Fram kom hjá trúnaðartengiliðunum að mikil samstaða sé hjá starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins í þessari kjaradeilu við eigendur Íslenska járnblendifélagsins. 

 Það er mat Verkalýðsfélags Akraness að það sé þó nokkuð líklegt að það geti komið til vinnustöðvunar í þessari kjaradeilu.   Það er alveg morgun ljóst að eigendur fyrirtækisins verða að koma til móts við þær kröfur sem trúnaðartengiliðir starfsmanna hafa tekið saman í samvinnu við starfsmenn ÍJ.  Ef ekki er útlitið orðið verulega dökkt, og er þar vægt til orða tekið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image