• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Mikil gjá hefur myndast á milli deiluaðila vegna kjarasamnings við Íslenska járnblendifélagið

Fundur var haldinn hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Fóru deiluaðilar yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er kominn eftir að kjarasamningurinn var felldur.  Lögð var fram ný krafa frá starfsmönnum á fundinum í dag, og er orðið nokkuð ljóst að mikil gjá hefur myndast í þessari kjaradeilu.  Það sem deiluaðilar voru þó sammála um að gera var að funda saman þriðjudaginn 8. mars upp á Grundartanga, á þeim fundi munu forsvarsmenn fyrirtækisins væntanlega svara endanlega þeim kröfum sem starfsmenn lögðu  fram.  Á þennan fund munu verða boðaðir auk samninganefndar stéttarfélaganna, allir trúnaðartengiliðirnir, og frá fyrirtækinu verða Johan Svensson forstjóri, Helgi Þórhalls og Hannes Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image