• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Feb

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með starfsmönnum Klafa í gær

Formaður félagsins fundaði með starfsmönnum Klafa í gær.  Fundurinn var haldinn í sal starfsmanna Íslenska Járnblendifélagsins.  Formaður félagsins fór yfir og kynnti ýtarlega  samninginn sem var gerður við ÍJ á dögunum.  Fram kom í máli starfsmanna að miklar væntingar eru gerðar til komandi kjarasamnings.  Trúnaðarmaður Klafa ásamt starfsmönnum  munu hefjast við að undirbúa kröfur sínar á næstu dögum,  Verkalýðsflag Akraness mun að sjálfsögðu aðstoða starfsmennina við kröfugerðina.  Verkalýðsfélag Akraness er með nokkur mál til skoðunar fyrir starfsmenn Klafa, sem lítur að                starfsaldurshækkunum fyrir starfsmenn sem áður störfuðu hjá Íslenska járnblendifélaginu, en starfa nú hjá Klafa.  Það liggur alveg ljóst fyrir að fyrrverandi starfsmenn Íj  sem hefja  störf hjá Klafa  flytja áunnin réttindi með sér yfir til Klafa  og þar meðtalið starfsaldurhækkanir.   Fyrirtækið hefur hafnað þessu algerlega, þó kjarasamningur kveði á um hið gagnstæða .  Það liggur fyrir að Verkalýðsfélag Akraness mun sækja þessi mál starfsmanna af fullum þunga, og hefur nú þegar sett sig í samband við lögmann félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image