• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Formaður félagsins fór í heimsókn til starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins í kvöld

Formaður félagsins fór og heimsótti starfsmenn á E vaktinni í kvöld.  Starfsmenn fóru yfir stöðuna í kjaraviðræðunum með formanni félagsins.   Starfsmenn spurðu formann félagsins hver hugsanlega væru næstu skref  í þessum kjaraviðræðum, eftir atburði dagsins.   Formaðurinn gerði starfsmönnum grein fyrir samningafundinum sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í dag.  Einnig lýsti formaðurinn yfir töluverðum áhyggjum um áframhaldið á þessum viðræðum við forsvarsmenn ÍJ, því útlitið væri vissulega orðið verulega dökkt.

 Það er og verður skylda deiluaðila að reyna nú eftir fremsta megni, að leysa þessa deilu.  Allir þurfa að leggja sitt að mörkum til að það markmið takist.   Enn og aftur finnur formaður félagsins mikilvægi þess að vera í nánu sambandi við sína félagsmenn.  Þessi heimsókn í kvöld heppnaðist í alla staði mjög vel og samstaða starfsmanna er til fyrirmyndar.  Það er einlægur vilji Verkalýðsfélags Akraness að lausn finnist á þessari deilu sem allra fyrst, því annars getur þessi deila hlaupið í verulegan hnút sem erfitt getur verið að leysa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image