• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Feb

Kosningu um 8 eða 12 tíma vaktakerfi lokið

Á fundi með starfsmönnum Norðuráls 14. febrúar  var ákveðið að gera könnun hvort starfsmenn vildu frekar vinna á 12  eða 8 tíma vöktum.  Talningu lauk rétt í þessu og niðurstaðan er nokkuð skýr.  Á kjörskrá voru 112, það voru 88 starfsmenn sem greiddu atkvæði eða, 78.6% 58 starfsmenn vildu 12 tíma vaktakerfi eða 66%,   28 starfsmenn vildu 8 tíma vaktakerfi eða 32%, og 2 seðlar voru ógildir eða 2%.   Þessi könnun gerði ráð fyrir því að fimmta vakthópnum verði bætt við.  Vilji meirihluta starfsmanna er orðin skýr og mun samninganefnd stéttarfélaganna haga vinnu sinni eftir vilja starfsmanna. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image