• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
May

Sumarleiga orlofshúsa hefst í dag

Undanfarna viku hefur verið unnið að endurbótum í orlofshúsi félagsins að Efstaási í Svínadal. Þar var skipt um eldhúsinnréttingu og er nú til dæmis komin uppþvottavél í húsið sem ekki var áður. Einnig var sett upp ný innrétting í baðherbergið. Félagið festi kaup á orlofshúsinu síðasta sumar og hefur það verið mjög vel nýtt síðan þá, jafnt að sumri sem vetri.

Í dag hefst sumarleiga orlofshúsanna en þá eru húsin leigð í viku í senn. Búið er að undirbúa öll hús og íbúðir félagsins fyrir komandi sumar en það eru íbúðirnar þrjár á Akureyri auk orlofshúsa í Húsafelli, Kjós, Ölfusborgum, Hraunborgum og tveggja húsa í Svínadal. Þess utan leigir félagið íbúð á Flateyri og orlofshús að Eiðum í sumar. Nýting allra orlofshúsanna er gífurlega góð og er nánast hver einasta vika bókuð á öllum stöðum fram til 6. september þegar sumarleigunni lýkur.

Það er von Verkalýðsfélags Akraness að félagsmenn eigi eftir að eiga góðar stundir í orlofshúsum og -íbúðum félagsins í sumar.

17
May

Ótrúleg vinnubrögð fjármálaráðneytisins

Eins og allir muna stóðu hjúkrunarfræðingar á Landsspítalanum í mikilli kjaradeilu á síðasta ári og endaði hún með því að ríkisstjórnin ákvað að hækka laun þeirra í gegnum svokallaða stofnanasamninga. Sú hækkun nam um 7%. Í kjölfar þessarar hækkunar kom eðlilega krafa frá öðum kvennastéttum innan heilbrigðisstofnana um sambærilega launahækkun og gerðist á Landspítalanum. Á grundvelli þessa þrýstings ákvað ríkisstjórnin þann 21. janúar 2013 að hækka laun kvennastétta á heilbrigðisstofnunum um 4,8% undir heitinu „jafnlaunaátak.“   

Fyrir nokkrum vikum síðan kom tilkynning frá fjármálaráðneytinu til heilbrigðisstofnana  um  þessa launahækkun, en í þeirri tilkynningu var kveðið á um að hún ætti að gilda afturvirkt frá 1. mars 2013.  Þessi launahækkun var til dæmis tilkynnt starfsmönnum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands fyrir skemmstu og þeim sagt að launahækkunin kæmi til framkvæmda um næstu mánaðarmót og einnig greiðsla vegna afturvirkninnar.

Í morgun heyrði formaður VLFA í forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands og var honum tjáð að þeir hefðu átt fund með aðilum frá fjármálaráðuneytinu. Þar var þeim tjáð að þeir fengju enga fjármuni til þessara launahækkana fyrr í desember á þessu ári og það þrátt fyrir að þeim hafi borist bréf um að þeim bæri að hækka laun frá og með 1. mars síðastliðnum.

Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands tilkynntu formanni VLFA að þar sem að ekki komi fjármunir til þessara launahækkana fyrr í desember þá muni þessar launahækkanir ekki koma til framkvæmda fyrr en þá þó svo að starfsmönnum hafi áður verið tilkynnt að greiðslan kæmi um næstu mánaðarmót. Það kom fram hjá forsvarsmönnum HVE að ekki væru til fjármunir til að mæta þessum launahækkunum og að þeim bæri skylda til að halda sig innan þeirrar fjárheimildar sem þeir hafa og á þeirri forsendu geta þeir ekki orðið við þessum launahækkunum fyrr en í desember.

Formaður verður að lýsa yfir undrun sinni á vinnubrögðum fjármálaráðuneytisins í þessu máli, að tilkynna heilbrigðisstofnunum að hækka eigi laun starfsmanna um 4,8% og láta stofnanirnar tilkynna starfsmönnum að fyrirhuguð hækkun eigi að taka gildi frá 1. mars en segja síðan eftir á að fjármagn með hækkuninni eigi ekki að koma fyrr en 1. desember.

Formaður skorar á stjórnvöld að veita Heilbrigðisstofnun Vesturlands þá fjármuni sem búið var að lofa í þetta verkefni án tafar þannig að hægt verði að standa við þær launahækkanir sem búið var að tilkynna starfsmönnum um.

17
May

Lífeyrissjóðirnir upplýsi um allar afskriftir

Á ársfundi lífeyrissjóðs Festu sem haldinn var 23. apríl síðastliðinn lagði formaður fram fyrirspurn um hvort ekki væri eðlilegt að allar afskriftir sem sjóðurinn gerir séu sundurgreindar nákvæmlega í ársreikningi. 

Á síðasta ári afskrifaði Festa 811 milljónir og er það mat formanns að það eigi að vera alger skylda hjá lífeyrissjóðum landsins að upplýsa sína sjóðsfélaga algerlega um hvar sjóðirnir eru að tapa á sínum fjárfestingum. Sundurgreina þarf í ársreikningum lífeyrissjóðanna hvaða fjárfestingar er verið að afskrifa en slíkt mun klárlega veita forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna mun meira aðhald en nú er.

Það kom skýrt fram m.a. í rannsóknarskýrslu Alþingis að það vantar mun meira aðhald, gegnsæi, og  upplýsingagjöf í íslensku samfélagi og því er það með ólíkindum að lífeyrissjóðirnir allir hafi ekki tekið þá ákvörðun að upplýsa sjóðsfélaga sína hvar tap þeirra liggur ár hvert.

Á þessari forsendu m.a. annars sendi formaður félagsins erindi til forstjóra lífeyrissjóðs Festu 3. maí sl. og óskaði eftir nákvæmri sundurgreiningu á tæpum einum milljarði sem sjóðurinn þurfti að afskrifa á síðasta ári, en rétt er að geta þess að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness tilheyra Festu lífeyrissjóði.

Alla vega á það ekki að vera einkamál stjórnenda lífeyrissjóðanna í hvaða fyrirtækjum sjóðirnir eru að tapa hundruðum milljóna eða jafnvel milljörðum af lífeyri launafólks ár hvert,  þetta eru jú kjarasamningsbundin réttindi sem launafólk á .

Þegar þetta er skrifað hefur formaður félagsins ekki fengið svar um hvort orðið verði við þessari sjálfsögðu beiðni eða ekki.

13
May

Ertu nokkuð að gleyma þér? Eindagi orlofshúsa er í dag

Í dag er síðasti dagur fyrir þá sem fengu orlofshús í endurúthlutun til að greiða leiguna. Hægt er að greiða leiguna með korti inni á Félagavefnum, millifæra á reikning sem uppgefinn var í úthlutunarbréfi eða koma á skrifstofuna á Sunnubraut og ganga frá leigunni þar. 

U.þ.b. 20 vikur eru ennþá ógreiddar og í fyrramálið verða þær vikur sem ekki verða greiddar í dag losaðar og geta félagsmenn þá bókað þær vikur.

07
May

Félagsmenn VLFA fá afslátt af ársmiðum á heimaleiki ÍA í Pepsideildinni

Félagsskírteini VLFA veitir félagsmönnum þess ýmsa afslætti eins og sjá má hér á heimasíðunni. Nú var félagið enn að bæta við þau kjör sem bjóðast félagsmönnum með því að gera samning við Knattspyrnufélag ÍA um kaup á  ársmiðum sem gilda á alla heimaleiki Skagamanna í Pepsideildinni í sumar. Hægt er að velja um þrennskonar ársmiða - Brons, Silfur og Gull. Ársmiðarnir gilda allir á alla heimaleiki í Pepsideild karla en misjafnt er hvað er innifalið þess utan. Innifalinn í öllum ársmiðunum er stuðningsmannafundur með þjálfara liðsins, leikmönnum og stjórn. Þegar komið er yfir í Silfurmiðann bætist til dæmis við kaffi og meðlæti í öllum hálfleikjum en með Gullmiðanum fylgir einnig aðgangur að VIP fundum fyrir leiki þar sem þjálfari liðsins fer yfir leikinn og tölfræðina og núverandi og fyrrverandi leikmenn mæta á svæðið.

Félagsmenn VLFA geta fengið afslátt af ársmiðunum gegn framvísun félagsskírteinis og eru miðarnir til sölu á skrifstofu KFÍA sem og í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 4331109.

Afsláttur fyrir félagsmenn er sem hér segir:

 

Brons

Silfur

Gull

Félagsmenn VLFA

9.000

18.000

30.000

Almennt verð

11.000

24.000

40.000

VLFA hvetur félagsmenn sína til að mæta á völlinn í sumar og styðja við bakið á Skagamönnum.

03
May

Endurúthlutun á mánudaginn - síðasti séns að vera með

Í gær var síðasti dagur fyrir þá sem fengu úthlutað orlofshúsi í fyrri úthlutun til að ganga frá greiðslu leigu. Nú er búið að losa allar ógreiddar bókanir og eftir standa 50 lausar vikur. Næstkomandi mánudag fer fram endurúthlutun og þá verður þessum lausu vikum úthlutað til þeirra sem ekki fengu úthlutað í fyrri úthlutun, auk þess sem hægt er að leggja inn nýjar umsóknir í dag og á Félagavefnum um helgina.

Þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri úthlutun eru sjálfkrafa með í endurúthlutuninni á mánudaginn og heimilt er að breyta þeim umsóknum áður en til endurúthlutunar kemur. Þeim sem ætla að sækja um eða breyta umsókn sinni á Félagavefnum er bent á að velja Orlofshús - Bókanir, þær vikur sem eru með í endurúthlutun eru merktar "Laust".

Hér mé sjá lista yfir þær vikur sem gengu af og eru lausar til endurúthlutunar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image