• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Nov

Stjórn VLFA sjálfkjörin til næstu tveggja ára

Á fundi sínum þann 8. október síðastliðinn lagði stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness fram framboðslista til stjórnar félagsins næstu tvö árin. Auglýst var eftir öðrum framboðum hér á heimasíðunni, í Póstinum og í Skessuhorni. Þar sem ekki bárust aðrir listar til kjörstjórnar telst listi stjórnar og trúnaðarráðs vera sjálfkjörinn til næstu tveggja ára.

Nýir inn í stjórn eru Kristófer Jónsson sem formaður Sjómanna- og vélstjóradeildar, Bjarni Ólafsson sem varaformaður Stóriðjudeildar og Hafþór Pálsson sem varaformaður Almennrar deildar og eru þeir boðnir hjartanlega velkomnir til sinna starfa. Þeir sem láta af störfum í stjórn félagsins eru Svavar S. Guðmundsson og Jón Jónsson og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir áralöng vel unnin störf í þágu félagsins.

Stór hluti núverandi stjórnarmanna hefur verið í stjórn VLFA samfleytt í 10 ár, en rétt er að geta þess að ný stjórn tók við Verkalýðsfélagi Akraness þann 19. nóvember 2003 og mun því eiga 10 ára afmæli eins og áður sagði eftir örfáa daga. En það er óhætt að segja að félagið hafi tekið gríðarlegum stakkaskiptum á þessum 10 árum og á það jafnt við fjárhagslega stöðu félagsins sem og félagslega. En því verður gert betri skil hér á heimasíðunni á afmælisdegi stjórnarinnar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image