Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir 
upplýsingum og annarri aðstoð.
- 
                            
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
 - 
                            
Sími:
4309900
 - 
                            
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
 
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


																		
Í gærkveldi var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasambands Íslands en Sjómannasambandið hefur farið með samningsumboðið fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness í þessum kjaraviðræðum.
					
Það er nokkuð algengt að hin ýmsu félaga- og góðgerðasamtök óski eftir að formaður Verkalýðsfélags Akraness komi og haldi erindi um verkalýðshreyfinguna og þá hagsmunabaráttu sem VLFA stendur fyrir á hverjum degi.
					
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu VLFA stóð þing Alþýðusambands Íslands yfir dagana 26. til 28. október.  Verkalýðsfélag Akraness hefur ætíð látið til sín taka á þessum þingum enda eru þing ASÍ æðsta vald innan verkalýðshreyfingarinnar og þar eru stefna í hinum ýmsu málum mótuð.  Á þessu þingi var engin undartekning á og lagði VLFA fram tvær ályktanir. Önnur laut að samningsfrelsi stéttarfélaganna en hin laut að því að skorað var á stjórnvöld og Alþingi að vísitala til neysluverðs til verðtryggingar skv. lögum um vexti og verðtryggingu verði hér eftir reiknuð út án húsnæðisliðar.